fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Svona á að harðsjóða egg

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 25. september 2018 11:36

Sumir vilja eggin harðsoðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það virðist vera ofureinfalt að harðsjóða egg en það getur þó valdið einhverjum kvíða þegar rauðan ákveður að sveipa sig grænum ljóma eða þegar það reynist þrautinni þyngra að ná skurninni af.

Hins vegar er leikur einn að forðast þessi vandamál með því að fylgja fjórum einföldum skrefum.

1. Ekki nota ný egg

Setjið eggin í pott og hyljið þau með köldu vatni. Best er að nota egg sem hafa setið í ísskápnum í nokkra daga þar sem skurnin er þrautseigari í nýjum eggjum. Auðvitað verður samt að passa að eggin séu ekki orðin skemmd.

2. Tímasetning, tímasetning, tímasetning

Setjið pottinn á hellu og náið upp suðu. Þá er slökkt á hitanum, lok sett á pottinn og potturinn tekinn af hellunni. Eggin eru látin malla í heitu vatninu í níu mínútur ef um meðalstór egg er að ræða og í tólf mínútur ef um stór egg er að ræða.

3. Úr heitu í kalt

Þegar tíminn er liðinn eru eggin tekin úr heita vatninu og sett í stóra skál af köldu vatni. Þegar eggin ná stofuhita er komið að því að taka skurnina af þeim.

4. Vatnið hjálpar til

Setjið egg undir lófann og rúllið því á borðplötu til að brjóta skurnina. Setjið eggið síðan aftur í skálina með vatninu og takið skurnina af. Einnig er hægt að setja eggið undir rennandi vatn til að taka skurnina af. Þá er það komið – fullkomin harðsoðin egg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa