fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Unga fólkið er að ganga frá túnfiski í dós

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 14:30

Borðar þú túnfisk í dós?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Túnfiskur í dós hefur verið vinsælt matvæli í fjölmörg ár, en nú hefur komið á daginn að ungt fólk forðast þessa vöru í stórum stíl. Samkvæmt frétt í Wall Street Journal hefur neysla á túnfiski í dós dregist saman um 42 prósent á síðustu þremur áratugum. Þá er því einnig haldið fram að túnfiskur í dós eigi á brattann að sækja meðal fólks á aldrinum 18 til 34 ára.

Aðeins 32 prósent aðspurðra á aldrinum 18 til 34 ára keyptu nýlega fisk í dós, samanborið við 45 prósent hjá þeim sem voru 55 ára og eldri.

Í greininni kemur fram að ungt fólk vilji frekar ferskan, óunninn mat en sér eldra fólk. Þá er því einnig haldið fram að ungt fólk eigi síður dósaopnara en eldra fólk og því hafi ekki möguleika á að kaupa túnfisk í dós.

Annað sem tínt er til þegar óvinsældir túnfisksins eru útskýrðar er lyktin. Vissulega er lyktin ekkert ofboðslega heillandi, enda afar sterk. Þá er því einnig haldið fram að túnfiskur í dós sé ekki Instagram-vænasti matur í heimi, og því velji ungt fólk hann síður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa