fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 10:04

Kristbjörg elskar pítusósu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fitness-stjarnan Kristbjörg Jónasdóttir er í áhugaverðu viðtali á Smartlandi, til dæmis um mataræði. Í viðtalinu spyr Marta María Jónasdóttir Kristbjörgu spjörunum úr, til dæmis um hvernig hefðbundinn dagur sé, matarræðislega séð.

„Ég byrja yfirleitt á hafragraut, svo er það kjúklingur og hrísgrjón í hádeginu og annað hvort boost eða egg, avocado eða flatkökur yfir daginn. Prótein pönnukökur, eitthvað svoleiðis,“ segir Kristbjörg. En hvað með kvöldmatinn?

„Í kvöldmat er eitthvað sem okkur langar í hverju sinni,“ segir hún og bætir við að oftast verði kjúklinga- eða fiskréttur fyrir valinu.

Pítusósan til Bretlands

Kristbjörg er eiginkona Arons Einars Gunnarsson, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, og búa þau í Bretlandi. Kristbjörg segir þau hjónakornin ávallt taka íslenskan mat með sér til Bretlands eftir frí á Íslandi.

Marta María og Kristbjörg spjalla saman.

„Alltaf í hverri einustu ferð þegar við komum hingað förum við allavega með hálfa ferðatösku af íslenskum mat aftur,“ segir hún. Það sem leynist í töskunni er pítusósa, hamborgarasósa, flatkökur, ostar og fiskur frá föður Kristbjargar, sem er sjómaður.

„Borðar fólk eins og þið hamborgarasósu og pítusósu? Er það ekki eitthvað svona sem er yfirleitt á bannlista hjá fólki sem hugsar vel um heilsuna?“ spyr þá Marta María.

„Mitt mottó er að allt er gott í hófi,“ segir Kristbjörg og brosir. „Þú þarft ekkert að drekkja pítunni þinni í pítsusósu en það er allt í lagi að fá sér smá.“

Sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa