fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 11:30

Sumir halda varla jól án marengstoppa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með jólavertíðinni fylgir bakstur, þá sérstaklega smákökubakstur. Okkur á matarvefnum finnst einstaklega gaman þegar að lesendur senda okkur matartengdar spurningar og reynum við eftir bestu getu að svara þeim.

Sjá einnig: Spurningum ykkar svarað: Er í lagi að frysta egg?

Við fengum mjög áhugaverða spurningu á dögunum sem tengdist lakkrístoppum, sem eru afar vinsælir um jól. Um er að ræða litlar marengskökur með lakkrískurli. Spurningin hljóðaði einhvern veginn svona:

„Góðan dag. Ég vona að þú getir hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að ég er að prufa mig áfram í lakkrístoppabakstri. Fyrsta platan kemur vel út en síðan byrja topparnir að falla saman. Ég hef fylgt öllum mögulegum og ómögulegum marengsráðum, eins og að stífþeyta marengsinn í korter, opna ekki ofninn á meðan topparnir bakast og þeyta marengsinn í tandurhreinni skál. Hvað er ég að gera vitlaust?“

Einmitt það, hvað er þessi áhugabakari að gera vitlaust? Málið með marengs er, og ástæðan fyrir því að hann er svo dásamlegur, er að hann er loftkenndur. Þegar við þeytum og þeytum og þeytum myndast loft í marengsinum sem verður til þess að útkoman úr ofninum er þessi vinsæli eftirréttur sem margir elska.

Hins vegar er það svo þegar að lakkrístoppar eru bakaðir að mikið af deiginu þarf að bíða á meðan plata er inni í ofninum og lakkrístoppar að bakast. Þegar að deigið bíður við stofuhita fuðrar þetta dásamlega loft upp og lakkrístopparnir falla. Auðvitað er hægt að minnka uppskriftina og baka minna í einu, en við skulum horfast í augu við sannleikann: Hvert heimili þarf nóg af lakkrístoppum því þeir hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Lausnin er því að geyma deigið einfaldlega í ísskáp á meðan lakkrístopparnir í ofninum bakast. Þannig helst loftið í deiginu og topparnir verða unaðslegir. Annað ráð er að þeyta alltaf upp í marengsdeiginu aftur og aftur þar til allir toppar hafa bakast. Það finnst okkur samt of mikið umstang og því mælum við hiklaust með ísskápnum.

Góðar bakstursstundir! Og ef ykkur vantar uppskrift að lakkrístoppum þá er hún hér:

Sturlaðir lakkrístoppar með piparfyllingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa