fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 13:00

Kate gúffar í sig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsæli matarbloggarinn Kate Ovens hefur vakið mikla lukku á samfélagsmiðlum, en hennar sérkenni er að láta skora á sig að borða eitthvað svakalegt undir liðnum Man v. Food, eða maður gegn mat.

Í nýjasta myndbroti hennar á Facebook má sjá Kate Ovens reyna að borða 1,4 kílóa hamborgara með stórum skammti af frönskum. Þess má geta að venjulegur hamborgari er á bilinu 150 til 200 grömm. Risaborgarinn inniheldur hvorki meira né minna en níu hamborgarabuff.

Sannkallaður risaborgari.

Eftir nokkrar mínútur af áti féllust Kate hendur, enda ofboðslega stór máltíð hér á ferð.

„Ég finn fyrir öllu kjötinu,“ segir hún. „Mér finnst eins og það sé að koma út í gegnum kinnarnar mínar.“

Þeir sem vilja vita hvernig Kate gekk verða að horfa á myndbandið hér fyrir neðan, en við mælum hiklaust með að fylgjast með þessum knáa matarbloggara frá London. Hún byrjaði á þessum mataráskorunum sínum fyrir þremur árum síðan og er svo vinsæl að þetta er orðið hennar aðalstarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa