fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Matur

Þessir kettir þurfa ykkar hjálp: Sjáið myndbandið sem færir ykkur anda jólanna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 17:30

Þvílíkar krúttsprengjur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólamyndband íslenska súkkulaðiframleiðandans Omnom hefur svo sannarlega snert við mörgum hjartastrengjum, en í myndbandinu má sjá nokkra loðna og krúttlega kettlinga leika sér í jólalegu umhverfi.

Athygli vekur að allir kettlingarnir í myndbandinu eru villikettlingar í heimilisleit á vegum samtakanna Villikettir, en Omnom styður samtökin með sölu á vetrarsúkkulaðinu 2018, Drunk Raisins & Coffee.

Vetrarstykkið 2018.

Með myndbandinu vill Omnom vekja athygli á villi- og vergangsköttum á Íslandi.

„Ímynd fólks af villiköttum er oft að þeir séu illir og grimmir kettir en vegna ömurlegra aðstæðna, oft af mannavöldum, eru þeir illa á sig komnir og varfærir, sérstaklega gagnvart mannfólki sem þeir ekki þekkja. Í eðli sínu eru villi-og vergangskettir hvorki illir né ógurlegir.
Tilvist katta í neyð er staðreynd á Íslandi og á meðan ekki er skipulagt hvernig eigi að sinna þeim er erfitt að koma í veg fyrir fjölgun þeirra. Samtökin þurfa sérstaklega á aðstoð að halda þar sem veturinn er að skella á,“ stendur í fréttatilkynningu frá súkkulaðiframleiðandanum.

Við mælum með því að horfa á þetta jólalega myndband hér fyrir neðan og ef andi jólanna grípur þig er alltaf hægt að bjarga einum kettlingi í neyð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu

Kántrístjarna gekk berserksgang á steikhúsi: Þeytti diskum og henti salati í konu
Matur
Fyrir 3 dögum

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri

Ketó-rétturinn sem gerir morgunmatinn enn þá betri
Matur
Fyrir 5 dögum

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“

Blaðamaður í bobba eftir umdeilda frönskugrein: „Ringulreið ríkir“
Matur
Fyrir 5 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum