fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Matur

Afhjúpun: Þetta borða þau í morgunmat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 14:00

Sumir segja að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bryddar upp á skemmtilegri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spyr vini sína hvað þeir fá sér í morgunmat. Stendur valið á milli nokkurra tölustafa sem standa fyrir vissan morgunverðarrétt, eins og sést hér fyrir neðan:

„1.Ekkert
2. Morgunkorn
3. Hafragraut
4. Jógúrt
5. Ristað brauð
6. Kaffi / te
7. Próteinrík fæða (egg, fisk, kjöt, boost/shake, etc..)
8. Annað – tilgreinið!“

Ekki stendur á svörunum, en þegar þetta er skrifað hafa hátt í þrjú hundruð manns skrifað athugasemd við færsluna, þar á meðal fjölmargir landsþekktir einstaklingar. Er morgunverður greinilega mikið á milli tannanna á fólki, ef svo má segja.

Rektorinn og rúsínurnar

Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingkona Bjartrar framtíðar, er meðal fyrstu svarenda og segist fá sér hafragraut eða ávexti í morgunmat. Annar fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar, Páll Valur Björnsson, velur hins vegar framandi morgunmat sem samanstendur af melónu, lárperu og rótsterku kaffi. Vigdís Ósk Häsler, lögfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hins vegar aðeins fá sér eitt stykki linsoðið egg í byrjun dags. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, lætur sér nægja AB mjólk með fræjum og rúsínum.

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastýra Vinstri grænna, velur grískt jógúrt með hunangi á meðan Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn í Reykjavík velur gamla, góða hafragrautinn. Þá velur forstöðukona Droplaugarstaða, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, bara kaffi í morgunmat en Margrét Gauja Magnúsdóttir, fyrrverandi stjórnmálakona, fær sér morgunkorn.

Kolbeinn fær sér alltaf kaffi

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna velur jógúrt og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna fær sér ristað brauð og kaffi eða te. Samflokksmaður hennar, Kolbeinn Óttarsson Proppé fær sér alltaf kaffi í morgunmat og parar drykkinn vanalega með ristuðu brauði eða morgunkorni. Einstaklings- og fjölskylduráðgjafinn Elínrós Líndal fær sér hins vegar einhverja próteinríka fæðu, svo sem egg, fisk, kjöt, þeyting eða eitthvað í þeim dúr.

Það vekur athygli að margir fá sér ekkert í morgunmat á meðan enn aðrir telja líklegast að Vilhjálmur sé að gerast Herbalife-sölumaður meðfram þingstörfum, en þekkt er að þeir sem selji Herbalife spyrji um morgunvenjur fólks í mataræði til að hanna matseðil fyrir viðskiptavini sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu
Matur
Fyrir 5 dögum

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur
Matur
Fyrir 6 dögum

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?
Matur
Fyrir 6 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“
Matur
Fyrir 6 dögum

Fagnaðu taco-þriðjudegi með þessu lostæti

Fagnaðu taco-þriðjudegi með þessu lostæti
Matur
Fyrir 6 dögum

Við gefum silkibleika KitchenAid hrærivél: Taggaðu þann sem á skilið óvæntan glaðning

Við gefum silkibleika KitchenAid hrærivél: Taggaðu þann sem á skilið óvæntan glaðning