fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Matur

„Þú getur ekki verið femínisti ef þú borðar egg“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 20:00

Hér er auglýsingin sem um ræðir.

Nýtt auglýsingaskilti frá dýraverndunarsamtökunum PETA hefur vakið mikla athygli, en það var sett upp í San Jose í Bandaríkjunum. Á skiltinu stendur einfaldlega:

„Þú getur ekki verið femínisti ef þú borðar egg.“ Þar fyrir neðan stendur svo:

„Egg og mjólkurvörur eru afurðir ofbeldis gegn kvendýrum.“

Skilaboðin eru í raun að hvetja fólk til að vera vegan og mótmæla slæmri meðferð á dýrum, en PETA-samtökin eru þekkt fyrir umdeildar og róttækar auglýsingar til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Femínistar vestan hafs eru hins vegar ekki sáttir við þessa nálgun.

„Það er hreyfing í gangi núna sem er hávær og sterk og loksins er hlustað á hana. Að tengja hana við dýravernd er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir femínistinn Amy Carlson í samtali við sjónvarpsstöðina KPIX 5. Femínistinn Anna Moore er heldur ekki hrifin.

„Ég var hneyksluð að þeir settu þetta upp. Mér fannst þetta virkilega heimskulegt. Mér finnst þetta merki um fávísi, í sannleika sagt.“

Þá virðist auglýsingin einnig vekja upp hörð viðbrögð á Twitter, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu
Matur
Fyrir 5 dögum

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur
Matur
Fyrir 6 dögum

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?
Matur
Fyrir 6 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“