fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

„Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn, matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Tobba Marinósdóttir er ritstýra Stóru Disney-uppskriftabókarinnar sem kom út fyrir stuttu. Þeir sem eru gamlir í hettunni muna eftir hinni geysivinsælu Disney-matreiðslubók hér í den, en þessi bók er talsvert frábrugðin henni.

„Bókin er miðuð að börnum og hver uppskrift merkt eftir erfiðleikastigi. Disney hefur einnig tekið upp heilsuviðmið svo við þurftum að aðlaga töluvert af gömlu uppskriftunum og „heilsa“ þær til,“ segir Tobba, sem fékk dygga aðstoð frá sínum harðasta gagnrýnanda – Regínu dóttur sinni sem er fjögurra ára.

„Það var mjög gaman að vinna með Disney-stjörnurnar og hugsa upp uppskriftir í stíl við karakterana. Fjögurra ára gömul dóttir mín og vinir hennar höfðu miklar skoðanir á uppskriftunum og þau eru sko ekki auðveldir kúnnar og gera miklar kröfur.“

Það eru margir reynsluboltar sem eiga uppskriftir í bókinni, svo sem Siggi Hall, Ebba og Solla Eiríks, og síðast en ekki síst Tobba sjálf sem segist hafa lært mikið í þessu ferli.

„Ég lærði að hugsa ekki bara út frá sjálfri mér og mínum nánustu. Bókinni er ætlað að heilla alla á heimilinu og því er uppskriftasafnið mjög fjölbreytt. Allt frá hnallþórum yfir í plokkfisk,“ segir hún og brosir.

Tobba og Karl ásamt dótturinni Regínu.

Guði sé lof fyrir gott kaffi

Tobba eignaðist nýverið aðra dóttur og vann því bókina að einhverju leyti á meðan hún var ólétt.

„Já. Það var bragðgóð skemmtun. Það var skemmtilegt en um leið gott að geta lagt sig á milli rétta,“ segir hún og hlær. En hvernig er að koma bókinni á framfæri með hvítvoðung á brjósti?

„Það er hressandi. Svo er Kalli í Baggalúts vertíð og Regína með flensu. Guði sé lof fyrir gott kaffi,“ segir hún og vísar þar í sinn heittelskaða, Karl Sigurðsson, meðlim Baggalúts. En getur Tobba hugsað sér að sameina barneignir og bókaútgáfu aftur?

„Pass. Eftir tvær erfiðar fæðingar er ég alsæl með tvær fullkomnar dætur.“

Ljósmyndarinn neitaði að fara úr skónum

Eftir jólahasarinn ætlar Tobba að reyna að gera sem minnst og sinna fjölskyldunni og segir engin verkefni á teikniborðinu í bráð. Hún er þakklát fyrir tímann sem hún eyddi með Mikka mús, en fljótt kom á daginn að þau Tobba væru sammála um ansi margt er viðkemur matargerð. En hvað stóð upp úr í þessu ferli – lumar Tobba á einhverri skemmtilegri sögu frá gerð bókarinnar?

„Jesús já. Ljósmyndarinn sem tók myndirnar er mikill meistari nema að hann neitaði að fara úr skónum. Því betur fer fór myndatakan fram að sumri og því sættust við a að mynda út í garði eftir að ég þreyttist á að skúra eftir hann. Hann drakk kaffið sitt á milli rétta á litlum koll í forstofunni frekar en að fara úr skónum. Listamenn eru svo sannarlega sérvitrir.“

Borðar hafrakökur nánast daglega

Við getum ekki hvatt Tobbu án þess að biðja hana um að deila sinni eftirlætis uppskrift úr nýju Disney-bókinni. Um er að ræða hafrakökurnar hennar Dóru með salthnetum og rúsínum.

„Þær borða ég nánast á hverjum degi enda er maður sínartandi með barn á brjósti. Ég set möndlumjöl í staðinn fyrir spelt til að fá meiri prótín.“

Hafrakökurnar ljúfu.

Hafrakökur Dóru með salthnetum og rúsínum

Erfiðleikastig: 2 – Undirbúningur: 15 mínútur – Bakstur: 13 mínútur

Áhöld: Skálar • Sleif • Bökunarplata • Hnífur • Skurðarbretti

Hráefni:

130 g haframjöl

70 g fínmalað spelt
45 g hrásykur eða kókossykur

1 tsk. kanill

1⁄2 tsk. matarsódi

1⁄2 tsk. salt

60 ml olía (kókos-, avókadó- eða ólífuolía)
2 egg
70 g hnetusmjör

50 g rúsínur

60 g hnetur, saxaðar (salthnetur og pekanhnetur í bland eru æði)

Aðferð:

Hitið ofninn upp í 180°C og stillið á blástur svo að kökurnar verði stökkar. Blandið öllum þurrefnunum saman í stóra skál en geymið hneturnar og rúsínurnar þar til síðast. Blandið því næst olíu, eggjum og hnetusmjöri í aðra skál og hrærið vel saman með gaffli. Hellið svo blöndunni út í þurrefnin og vinnið vel saman. Hrærið að lokum hnetum og rúsínum saman við deigið. Passið að rúsínurnar loði vel við deigið og standi ekki of mikið upp úr kökunum við bakstur svo þær brenni ekki. Setjið um það bil 1 msk. af deigi á bökunarpappír fyrir hverja köku og þrýstið ofan á kökurnar svo þær verði sléttar. Bakið kökurnar í 13 mínútur og látið þær kólna
á grind svo lofti um þær. Kökurnar geymast best í loftþéttum umbúðum.

Stóra Disney uppskriftabókin er nýkomin út.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa