fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Kampavín í aðalhlutverki: Fimm frábærir kokteilar á áramótum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 16:00

Komdu með mér í gamlárspartí.

Nú styttist í áramótin og margir sem ætla að skála í kampavíni þegar að nýja árið gengur í garð. Hér eru fimm hugmyndir að kokteilum þar sem kampavín er í aðalhlutverki.

Kampavínsmargaríta

Hráefni:

½ bolli ferskur súraldinsafi
1 bolli silfur tequila
½ bolli appelsínusafi
1 kampavínsflaska
súraldinsneiðar, til að skreyta
salt, fyrir glasabarmana

Aðferð:

Blandið öllum hráefnum, nema sneiðum og salti, vel saman í stórri könnu. Vætið glasabarmana með súraldinsneiðunum og dýfið þeim síðan í gróft salt. Deilið drykknum í glösin og skreytið með súraldinsneiðum.

Kampavínsmargaríta.

Bláa bomban

Hráefni:

1 bolli vodka
1 bolli kampavín
½ bolli blátt Curacao
½ bolli límonaði
3 bollar ísmolar, muldir
sítrónusneiðar
strásykur

Aðferð:

Blandið vodka, kampavíni, Curacao, límonaði og ísmolum saman í blandara. Vætið glasabarmana með sítrónusneiðunum og dýfið þeim síðan í sykur. Deilið drykknum á milli glasa og njótið.

Bláa bomban.

Partímúlasni

Hráefni:

60 ml vodka
60 ml ferskur súraldinsafi
120 ml engiferbjór
kampavín eða freyðivín
súraldinsneiðar
mynta

Aðferð:

Deilið vodka og súraldinsafa á milli tveggja glasa og blandið saman. Hellið síðan engiferbjórnum jafnt á milli. Fyllið með kampavíni eða freyðivíni og skreytið með súraldinsneiðum og myntu.

Partímúlasni.

Mímósamargaríta

Hráefni:

2 bollar appelsínusafi
½ bolli tequila
¼ bolli súraldinsafi
súraldinsneiðar
gróft salt
1 kampavínsflaska
appelsínusneiðar

Aðferð:

Blandið appelsínusafa, tequila og súraldinsafa saman í könnu og hrærið vel. Vætið glasabarmana með súraldinsneiðunum og dýfið þeim síðan í gróft salt. Hellið drykknum í glös og fyllið glösin með kampavíni. Skreytið glösin með appelsínu- og súraldinsneiðum.

Mímósamargaríta.

Hafmeyjumímósa

Hráefni:

300 ml melónulíkjör
1 l ananassafi
1 kampavínsflaska
300 ml blár Curacao
1 súraldin

Aðferð:

Hellið 30 millilítrum af melónulíkjör í hvert glas. Fyllið glasið næstum því með ananassafa og fyllið það alveg með kampavíni. Skreytið með smá Curacao og súraldinsneiðum.

Hafmeyjumímósa.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati
Matur
Fyrir 3 dögum

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt
Matur
Fyrir 3 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“