fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þetta er kokteillinn sem stjörnurnar hella sig fullar af

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 18:00

Girnilegur drykkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðlaunahátíðin Golden Globes fer fram þann 6. janúar næstkomandi og nýverið var kokteill verðlaunahátíðarinnar opinberaður. Kokteillinn heitir Moët Belle og var búinn til af leikkonunni Camilla Belle, sem er hvað þekktust fyrir leik í When a Stranger Calls, 10.000 BC og Push.

Camilla blandar drykk.

Drykkurinn er innblásinn af brasilískum uppruna leikkonunnar og búinn til úr Cachaca, áfengi úr sykurreyrssafa, mangósafa, engiferssírópi, súraldinsafa og kampavíninu Moët & Chandon, sem hefur verið kampavín hátíðarinnar síðustu 28 árin.

Golden Globes-hátíðin er þekkt fyrir að vera sú hátíð í stjörnuheimum þar sem fræga fólkið drekkur sem mest, en margir muna eflaust eftir því þegar að leikkonan Emma Thompson afhenti verðlaun árið 2014 með hælaskóna í annarri hendi og martini-drykk í hinni.

Emma hress á sviðinu.

Maturinn verður hins vegar léttur á hátíðinni og boðið upp á steinbít með svörtum hrísgrjónum og grænmeti í aðalrétt og hveitilausa súkkulaðiköku í eftirrétt. Kokteillinn verður í lykilhlutverki á hátíðinni en hér á eftir fylgir uppskriftin.

Moët Belle

Hráefni:

30 ml Cachaca
22 ml mangósafi
15 ml engifersíróp
7,5 ml ferskur súraldinsafi
75 ml Moët & Chandon Brut Impérial kampavín
æt blóm til skreytingar

Aðferð:

Hristið fyrstu fjögur hráefnin saman með ísmolum. Hellið í glas í gegnum síu og toppið með kampavíninu. Skreytið með ætum blómum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa