fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Áttu fullt af kartöflum afgangs? Búðu þá til þennan rétt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 24. desember 2018 11:00

Dásamlegur réttur.

Hér er á ferð mjög einfaldur kartöfluréttur sem hægt er að borða sem aðalrétt eða bjóða upp á sem meðlæti með aðalrétt. Þessi réttur hentar sérstaklega eftir stærstu jóladagana, þegar að einhverjir eiga eflaust einhverjar kartöflur afgangs.

Kartöflu- og beikonréttur

Hráefni:

8 bollar léttsoðnar kartöflur (ekki alveg tilbúnar), þunnt skornar
2 msk hveiti
2 stór egg, þeytt
1 bolli sýrður rjómi
2 msk smjör, brætt
1 1/2 tsk salt
1 1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli brauðrasp
8 sneiðar beikon, eldaðar og muldar í eins konar kurl

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C og takið til eldfast mót. Smyrjið það með smjöri. Blandið hveiti, eggjum, sýrðum rjóma, 1 matskeið af smjöri og salti saman í skál. Setjið kartöflunar í aðra skál og hellið eggjablöndunni yfir þær. Blandið vel saman. Setjið helminginn af blöndunni í eldfast mót og drissið helmingnum af rifna ostinum ofan á. Endurtakið og endið á því að strá brauðrasp og restinni af smjörinu yfir rifna ostinn. Bakið í 1 klukkustund, takið úr ofninum, stráið beikoni ofan á og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur

Helgarbaksturinn: Einfaldar og ljúffengar súkkulaðibitamúffur
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 2 dögum

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu

Toppa sig enn á ný með óhefðbundinni Super Bowl-auglýsingu
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“
Matur
Fyrir 3 dögum

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“

Matarspjall breyttist í spaugilega óléttutilkynningu: „Það er von á öðru“