fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Áttu fullt af kartöflum afgangs? Búðu þá til þennan rétt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 24. desember 2018 11:00

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð mjög einfaldur kartöfluréttur sem hægt er að borða sem aðalrétt eða bjóða upp á sem meðlæti með aðalrétt. Þessi réttur hentar sérstaklega eftir stærstu jóladagana, þegar að einhverjir eiga eflaust einhverjar kartöflur afgangs.

Kartöflu- og beikonréttur

Hráefni:

8 bollar léttsoðnar kartöflur (ekki alveg tilbúnar), þunnt skornar
2 msk hveiti
2 stór egg, þeytt
1 bolli sýrður rjómi
2 msk smjör, brætt
1 1/2 tsk salt
1 1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli brauðrasp
8 sneiðar beikon, eldaðar og muldar í eins konar kurl

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C og takið til eldfast mót. Smyrjið það með smjöri. Blandið hveiti, eggjum, sýrðum rjóma, 1 matskeið af smjöri og salti saman í skál. Setjið kartöflunar í aðra skál og hellið eggjablöndunni yfir þær. Blandið vel saman. Setjið helminginn af blöndunni í eldfast mót og drissið helmingnum af rifna ostinum ofan á. Endurtakið og endið á því að strá brauðrasp og restinni af smjörinu yfir rifna ostinn. Bakið í 1 klukkustund, takið úr ofninum, stráið beikoni ofan á og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa