fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Matur

Ofureinfaldur jólamatur: Óviðjafnanleg rifjasteik sem bráðnar í munni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 22. desember 2018 11:00

Þessi steik klikkar ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ekki búin/n að ákveða hvað á að vera í jólamatinn og vilt helst elda frekar einfaldan mat, þá er þessi rifjasteik fyrir þig.

Rifjasteik

Hráefni:

3 kg rifjasteik (prime rib) með beini og bundin með snæri eins og sýnt er hér fyrir neðan
2 1/2 tsk. sjávarsalt
1/2 msk. svartur pipar
1 tsk. ferskt rósmarín eða 1/2 tsk. þurrkað
1/2 tsk. ferskt timjan eða 1/4 tsk. þurrkað
6 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir (ekki nota hvítlaukspressu)
3 msk. ólífuolía

Svona bindur maður steikina.

Aðferð:

Stráið 2 teskeiðum af salti yfir allt kjötið. Pakkið kjötinu í plastfilmu og leyfið því að hvíla í 3 klukkustundir við stofuhita. Hitið ofninn síðan í 250-260°C og komið grind fyrir í neðri part ofnsins. Blandið 1/2 teskeið af salti, pipar, rósmarín, timjan, hvítlauk og olíu saman í skál. Takið kjötið úr plasti og nuddið kryddblöndunni yfir allt kjötið. Setjið kjötið í steikingarpott eða fat með beinin niður og setjið kjöthitamæli, ef þið eigið svoleiðis, í þykkasta part kjötsins. Bakið í 15 mínútur. Lækkið hitann í 160°C og steikið í 5-6 mínútur per kíló ef þið viljið rare, 6-7 mínútur per kíló ef þið viljið medium rare og 7-8 mínútur per kíló ef þið viljið medium. Færið á skurðarbretti og klæðið lauslega með álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í hálftíma áður en það er skorið.

Jólaleg steik.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa