fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Þú getur sparað þér þúsundir króna í matarinnkaupum fyrir jólin: Svona ferðu að því

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 12:00

Neytendur - hafið augun opin fyrir tilboðum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill verðmunur er á jólamat á milli verslana landsins og geta landsmenn sparað sér mörg þúsund krónur með því að versla jólamatinn þar sem verðið er lægst. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var síðastliðinn mánudag. ASÍ hvetur neytendur einnig til að fylgjast vel með jólatilboðum á matvöru sem eru á hverju strái í aðdraganda jóla.

Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat, eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti, en allt að fjórtán hundruð krónu verðmunur var á kílóaverði af hangilæri, svo dæmi séu tekin.

134% verðmunur á gosi

Mestur verðmunur var á léttreyktum lambahrygg frá Kea eða 73% verðmunur á kílóinu. Lægsta verðið var í Bónus, 1.679 kr en það hæsta í Hagkaup, 2.899 kr sem gerir 1.220 króna verðmun. Þá var 54% verðmunur á kílói af úrbeinuðu Fjalla hangilæri eða 1.400 kr. verðmunur. Lægsta verðið var í Bónus, 2.598 kr. en það hæsta í Iceland 3.998 krónur. Ef við gefum okkur að keypt sé 3 kg hangilæri gerir það 4.200 króna verðmun.

Mikill verðmunur var á gosi eða upp í 134% verðmunur á hálfs líters dós af Hátíðarblöndu frá Vífilfelli. Lægsta verðið mátti finna í Bónus, 85 kr. en það hæsta, 199 kr. í Iceland en það gerir 114 kr. eða 134% verðmun. Þá var 58% verðmunur á 2l flösku af Pepsi Max, hæst var verðið í Hagkaup 339 kr. en lægst, 215 kr. í Bónus.

Það skiptir máli hvar kjötið er keypt.

Bónus oftast með lægsta verðið – Iceland með það hæsta

Verðmunur á konfekti var einnig mikill. Mestur var hann 135% eða 420 kr. á 300 gr. After eight kassa. Lægsta verðið, 319 kr. mátti finna í Fjarðarkaup en það hæsta, 749 kr. í Iceland. Mestur verðmunur í krónum talið var á kílói af Nóa konfekti, lægsta verðið, 2.999 mátti finna í Krónunni en það hæsta, 3.899 í Hagkaup sem gerir 30% eða 890 kr. verðmun.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í 55 tilfellum af 105 en Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 20 tilfellum. Hæstu verðin voru oftast í Iceland, 46 tilfellum af 105 en næst oftast í Hagkaup eða í 40 tilfellum. Lægstu verðin á kjöti og konfekti dreifðust þó á margar verslanir.

Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Mjódd, Bónus Skeifunni, Krónunni Bíldshöfða, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup í Garðabæ, Kjörbúðinni Garði og Costco. Vill ASÍ taka fram að aðeins hafi verið um beinan verðsamanburð að ræða í könnuninni og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Hér fyrir neðan má sjá verðkönnunina í heild sinni þar sem lægsta verð í hverjum flokki er merkt með grænu en það hæsta merkt með rauðu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa