fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Sérfræðingar vara við snákakúrnum: „Mjög hættulegur kúr“ – Lengsta fastan átta dagar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 16:30

Mikil breyting á Phil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjinn Phil Flock umbreytti líkama sínum á aðeins tveimur mánuðum með því að fara á hinn umdeilda snákakúr. Kúrinn felst í því að fasta í lengri tíma og næra líkamann aðeins með vatni og sérstökum snákadrykk.

Phil er kvikmyndagerðarmaður og ákvað að byrja á kúrnum því hann hafði ekki tíma til að fara í ræktina. Í grein á vef blaðsins Metro eru sérfræðingar spurðir út í þennan umdeilda kúr og eru þeir ekki sannfærðir um ágæti hans.

„Þetta hljómar eins og mjög hættulegur kúr og gæti í besta falli látið þér líða hræðilega, en í versta falli verið hættulegur heilsunni,“ segir næringarfræðingurinn Ruth Tongue.

Setið á dollunni

Snákakúrinn svokallaði virðist hafa öðlast talsvert marga fylgjendur síðustu ár. Hann felst í því að fasta í allt að þrjá daga í einu og drekka aðeins það sem kallað er snákasafa í einn til tvo klukkutíma á dag. Í snákasafanum er vatn, salt, kalínklóríð, matarsódi og magnesíumsúlfatsölt. Því er haldið fram að drykkurinn lækki sykurmagn í lifrinni og hvetji líkamann til að brenna fitu til að fá orku. Ruth segir þessa blöndu ekki aðeins geta haft slæm áhrif á til dæmis frjósemi heldur að safinn geti farið ansi illa í magann.

„Þeir sem hafa prófað megrunarkúra vita að það að fara svangur að sofa hefur áhrif á svefninn. Blanda af Epsom söltum og matarsóda í snákasafnum verða til þess að þú situr á dollunni þegar þú ættir að njóta jólamatarins. Hljómar ekki skemmtilega í mín eyru!“

Ein máltíð á nokkurra daga fresti

En aftur að Phil. Hann fékk sér aðeins eina máltíð á nokkurra daga fresti á kúrnum og sá árangur erfiðsins eftir aðeins vikutíma. Hins vegar kastaði hann líka upp á þessum tíma þegar að líkaminn vandi sig við kolvetnaleysið. Þá segir hann það hafa verið erfitt að borða ekkert á jólunum.

„Það var mjög erfitt að borða ekkert allan daginn og sitja við borðið, sjá allan þennan gómsæta mat og vita að ég þyrfti að bíða í sólarhring með að borða aftur. Lengsta fastan mín var í átta daga og drakk ég bara vatn með natríum og kalíni,“ segir hann. Í dag borðar hann aðeins meira.

„Ég er frekar grannur núna þannig að ég fæ mér eina litla, kolvetnasnauða máltíð á dag. Þegar að ég borða stærri máltíð fasta ég í tvo sólarhringa til að viðhalda þyngdinni.“

Ekki góð hugmynd

Næringarfræðingurinn Matt Durkin segir þetta ekki gott mál.

„Þó ég telji að einhverjir gætu haft gott af því að fasta í lengri tíma til að stjórna kaloríuinntöku sinni þá er ekki góð hugmynd að fasta í meira en tvo sólarhringa,“ segir hann í samtali við Metro.

„Fyrir þessu eru fjölmargar ástæður. Í fyrsta lagi ertu orkulaus þegar þú borðar ekki og þá er ómögulegt fyrir þig að fá nauðsynleg snefilefni. Það hefur líklega neikvæð áhrif á ónæmiskerfið og efnaskiptin, sem og aðra líkamsstarfsemi. Þessi kúr leiðir klárlega til þyngdartaps en mestur hluti af tapinu verður í vöðvamassa þar sem ekkert prótein er í kúrnum og engar nauðsynlegar amínósýrur.“

Hann bætir við að þessi kúr geti markað lífið til frambúðar.

„Þar sem þessi kúr er mjög öfgafullur þá mun hann líklegast leiða til slæms sambands við mat.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa