fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Endurkoma risapítsunnar: Sú stærsta í sögu Domino’s

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 19. desember 2018 11:00

Þetta er stór pítsa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver man ekki eftir partípítsunni frá Hróa Hetti? Þrjátíu tommu risapítsur sem voru taldar henta vel í afmælisveislur. Nú hefur Domino’s í Ástralíu ákveðið að toppa partípítsu Hróa Hattar og býður upp á fjörutíu tommu pítsu sem þeir kalla einfaldlega pítsu sumarsins, enda sumar í Ástralíu.

Pítsunni er skipt í fernt og í hverjum fjórðungi eru þrjár risastórar sneiðar. Pítsurnar fjórar sem sameinast í risapítsunni eru Pepperoni, Supreme, BBC Meatlovers og Hawaiian – eitthvað fyrir alla.

Þessar sneiðar eru engin smásmíði.

Aðeins er hægt að fá tvær slíkar pítsur á dag í útibúum Domino’s í Ástralíu en panta þarf pítsurnar með sólarhringsfyrirvara, enda mikið verk að baka fjörutíu tommu pítsu.

Þá er ekki hægt að fá pítsuna senda heim, en gaman er að segja frá því að Domino’s létu hanna sérstaka pítsakassa fyrir risapítsuna vegna þyngdar. Maður getur svo sem alveg látið sig hafa það að sækja ferlíkið, enda kostar það ekki nema fimmtíu ástralska dollara, eða tæplega 4500 krónur. Ferð til Ástralíu eingöngu til að næla sér í risapítsuna er hins vegar talsvert dýrari.

Tveggja manna verk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa