fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Skiptar skoðanir um hvernig eigi að borða laufabrauð: Síróp, sykur og súkkulaðihúðaður hákarl – „Ekki skemma laufabrauðið“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 17:30

Laufabrauðið er vinsælt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufabrauð er mikilvægur partur af jólahaldinu í hugum margra, hvort sem þeir kjósa að kaupa það tilbúið eða steikja það sjálfir. Það er hins vegar æði mismunandi hvernig Íslendingar borða laufabrauðið stökka og þunna. Við á matarvefnum ákváðum að varpa spurningu inn í Facebook-hópinn Matartips og spyrja einfaldlega hvað fólki þætti best á laufabrauðið.

Kom í ljós að margir borða laufabrauð með smjöri, eins og við þóttumst vita, og enn fleiri borða það með bæði smjöri og hangiáleggi eða hamborgarhrygg. Einhverjir salta líka laufabrauðið þegar búið er að smyrja það. Svo eru það þeir sem vilja helst borða laufabrauðið eintómt og telja það bestu leiðina til að borða það.

„Ekki neitt, ekki skemma laufabrauðið,“ skrifar einn matgæðingur.

Dýfa laufabrauði í Vogaídýfu

Mynduð þið prófa laufabrauð með Vogaídýfu.

Þetta mætti kalla alvanalegar leiðir til að borða laufabrauð, en hins vegar voru mörg áleggin sem komu talsvert mikið á óvart. Til dæmis eru einhverjir sem vilja helst ekki borða laufabrauð með öðru en sírópi og aðrir strá sykri yfir brauðið, til dæmis rétt eftir að steikingu er lokið. Ein kona minntist einnig á að gott væri að strá kanilsykri yfir brauðið um leið og það kæmi úr steikingarpottnum. Þá eru líka einhverjir Íslendingar þarna úti sem strá Season All-kryddinu yfir laufabrauðið og segja það lostæti.

Smjör og magáll kom einnig oft upp í þessari umræðu, sem og lax, grafinn eða reyktur, og sósa með. Rækjusalat er líka ótrúlega vinsælt álegg á laufabrauð, sem og síld og blámygluostur. Einn matgæðingur segist setja jóla Brie og títuberjasultu á sitt laufabrauð, sem hljómar vægast sagt vel. Þá taka skringilegheitin við, en einhverjir matgæðingar fullyrða að það sé lostæti að dýfa laufabrauði í Vogaídýfu.

„Þegar ég var krakki þá borðaði ég laufabrauð með vogaídýfu. Svakalega gott í minningunni,“ skrifar einn.

Einhverjir setja síróp á laufabrauðið.

Annar matgæðingur segist dýfa laufabrauði í súpu og enn annar borðar það með pottrétti. Laufabrauð með Hlöllasósu kemur líka sterkt inn sem og laufabrauð með heimagerðu „relish“, mango chutney eða súrsuðum rauðlauk.

Mysingur, sykur og rjómi

Mysingur er ómissandi hjá einhverjum um jólin.

Ein skringilegasta blandan sem við fengum að heyra um var laufabrauð með súkkulaðihúðuðum hákarl og Aromat, sem og flatkökusamloka með smjöri, laufabrauði og hangikjöti á milli. Laufabrauð með Applewood-osti, hunangi og pekanhnetum komst einnig á blað sem og laufabrauð með tvíreyktu hangikjöti og Dijon sinnepi.

Það sem kom okkur á matarvefnum hins vegar mest á óvart hve stórt hlutverk mysingur spilar í laufabrauðsáti landsmanna.

„Heima hjá mér tíðkaðist það að bræða saman mysuost, síróp og rjóma og nota á laufabrauð, eðal gott! Þangað til um síðustu jól en þá var hvergi hægt að finna mysuost!“ skrifar einn matgæðingur og annar bætir við:

„Set mysing í pott, svo þegar hann er orðin volgur þá er sett smá sykur og rjómi og svo er hann settur aftur í dolluna og látinn kólna. Það eru ekki jól hjá mér nema að hafa þetta.“

Það er því ljóst að laufabrauðsát er jafn misjafnt og við erum mörg og um að gera að nýta jólin til að prófa eitthvað nýtt og spennandi þegar kemur að þessu vinsæla, steikta brauði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa