fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Ljóstrar upp leyndarmálinu á bak við hið fullkomna piparkökuhús

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 09:30

Padma er sérfræðingur í piparkökuhúsum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Top Chef-kynnirinn Padma Lakshmi er liðtæk í eldhúsinu en hún og dóttir hennar, Krishna baka mikið fyrir jólin. Í viðtali við Architectural Digest ljóstrar hún upp leyndarmálinu á bak við fullkomið piparkökuhús.

„Við búum til piparkökuhús næstu helgi í anda Mörthu Stewart,“ segir Padma og vísar í meistarakokkinn Mörthu Stewart, sem þarf vart að kynna.

„Hér er frábært ráð. Þetta tók mig mörg ár að finna út úr. Flestar leiðbeiningar sem koma með piparkökuhúsapökkum segja þér að setja saman húsið með glassúr og skreyta það síðan. Þið ættuð sko aldeilis ekki að gera það,“ segir sjónvarpsstjarnan.

Að sögn hennar á að skreyta alla parta hússins áður en það er sett saman, annars getur skrautið lekið niður hliðarnar. Þannig að ef þið viljið hlusta á Pödmu þá ættuð þið að raða öllum hlutum piparkökuhússins í einfalda röð á borði og hefjast handa við að skreyta. Leyfið ímyndunaraflinu að leika lausum hala og notið hvað sem þið eigið til að gera húsið sem fallegast – hvort sem það er kökuskraut, nammi, morgunkorn eða rúsínur. Bíðið síðan eftir því að glassúrinn þorni alveg og setjið húsið svo saman. Fullkomið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa