fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Matur

Búnar að fá ótal munna til að smakka jólaísinn í ár: „Það sem heyrist er: Mmmmm“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 15:30

Systurnar og ísinn.

Systurnar Ragnheiður og Elísabet Stefánsdætur halda úti Facebook-síðunni og Snacphat-reikningnum Matarlyst þar sem þær deila uppskriftum. Þær hafa vakið mikla athygli síðustu misseri, en matarvefurinn fékk leyfi til að birta uppskrift þeirra að jólaís sem lofar mjög góðu.

„Þessa dásamlegu og silkimjúku uppskrift að lakkrísís með opal skoti settum við saman um daginn. Við erum búnar að gera hann nokkrum sinnum og búnar að fá ótal munna til að smakka. Það sem heyrist er: Mmmmm,“ segja systurnar.

„Klárlega jólaísinn í ár.“

Jólaísinn í ár.

Dásamlegur lakkrís ís með opal skoti og fylltum lakkrísreimum

Hráefni:

6 eggjarauður
200 g sykur
70 ml Opal skot með pipar (þessi brúni)
1/2 l rjómi, léttþeyttur
200 g fylltar lakkrísreimar skornar smátt niður

Aðferð:

Léttþeytið rjómann, leggið til hliðar. Eggjarauður og sykur þeytt þar til létt og ljóst, bætið út í Opal skoti. Látið vélina ganga á lægsta hraða þar til komið er vel saman í sirka hálfa til eina mínútur. Blandið rjómanum varlega út í eggjablönduna með sleikju í smáum skömmtum. Í lokin bætið þið fylltum, smátt skornum lakkrísreimum út í og blandið varlega saman. Setjið í skál eða annað ílát. Frystið.

Þeir sem vilja geta fylgt systrunum á Snapchat.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda

Tikka Masala sem þú sérð ekki eftir að elda
Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 3 dögum

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða

Alheimskúrinn sem gæti bjargað ellefu milljónum manna frá dauða
Matur
Fyrir 3 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 3 dögum

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist

Alræmda partípían hætti að drekka og umbreyttist
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati