fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

15 nettar staðreyndir um nammistafi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 23:00

Nammistafir eru vinsælir um jól.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nammistafir, eða „candy canes“, eru gríðarlega vinsælir um jólin og eru ekki aðeins borðaðir heldur einnig notaðir sem jólaskraut heima við eða á jólapökkum. Hér eru fimmtán merkilegar staðreyndir um þetta sælgæti sem er í raun ævafornt.

1. Upprunalega voru nammistafir bara hvítir og ekki bognir.

2. Fyrsti nammistafurinn var búinn til fyrir meira en 350 árum síðan.

Hægt er að leika sér með nammistafa í skreytingum.

3. Það var þýskur innflytjandi sem flutti nammistafina frá Þýskalandi til Bandaríkjanna.

4. Ef nammistaf er snúið á hvolf kemur í ljós stafurinn J, sem margir telja að sé tákn fyrir Jesú.

5. Margir trúa því einnig að hvíti parturinn af nammistöfum tákni hreinleika Jesú.

6. Dagurinn nammistafsins er haldinn hátíðlegur á annan í jólum, þann 26. desember, í Bandaríkjunum.

Nammistafir eru notaðir í matargerð yfir hátíðarnar.

7. Nammistafurinn var fyrst nefndur í sömu andrá og jólin árið 1874.

8. Nammistafurinn var fyrst notaður sem skraut á jólatré árið 1882.

9. Hvítir og rauðir nammistafir voru fyrst framleiddir í kringum árið 1900.

10. Brasher O. Westerfield fann upp vél árið 1921 sem gat sjálfvirkt beygt stafina. Fyrir þann tíma þurfti að beygja stafina í höndunum.

11. Tæplega tveir milljarðar nammistafa eru framleiddir í heiminum hvert ár.

12. Stærsti nammistafur í heimi var búinn til árið 2011 og var tæplega tuttugu metra hár.

13. Meðalnammistafur er um það bil fjórtán grömm og inniheldur fimmtíu kaloríur.

14. Það er engin fita í nammistöfum.

15. Upprunalegt bragð af nammistöfum er piparmyntubragð, en í dag eru þeir framleiddir með ýmsum bragðefnum og eru litirnir ekki heilagir lengur.

Alls kyns útfærslur af nammistöfum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa