fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Hættur á Aquaman-kúrnum: „Allir dagar eru svindldagar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 09:30

Aquaman í öllu sínu veldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líklegast ekki farið framhjá mörgum að kvikmyndin Aquaman verður frumsýnd á Íslandi í vikunni, en með titilhlutverkið fer leikarinn Jason Momoa, sem sjónvarpsáhorfendur kannast einnig við úr Game of Thrones.

Jason þurfti að koma sér í gríðarlega gott form fyrir Aquaman en hann segir í samtali við E! að hann sé alls ekki að reyna að halda sér í því formi eftir að tökum lauk.

Gagnrýnendur fíla Jason Momoa.

„Ég þurfti að borða minna til að grenna mig. Ég er frá Havaí – ef við borðum verðum við stór. Þannig að það er erfitt fyrir mig að grennast genalega séð,“ segir hann og bætir við að kolvetni hafi verið á bannlista við undirbúning og tökur á myndinni.

„Ég hef ekki stigið á vigt í níu mánuði. Ég borða bara brauð og smjör. Allir dagar eru svindldagar,“ segir leikarinn.

Þá segist hann einnig vera feginn að þetta ferli er búið því hann þoli ekki kviðæfingar og elski bjór. Hann getur líka huggað sig við það að gagnrýnendur eru sammála um að Aquaman sé besta DC-myndin í mörg ár og besta ofurhetjumynd ársins 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa