fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
Matur

Sláðu í gegn með þessum ómótstæðilegu, fylltu kartöflum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 14:00

Æðislegur smáréttur.

Á mörgum heimilum er ansi gestakvæmt um jólin og því gott að eiga einhverjar kræsingar á lager sem auðvelt er að hita upp. Þessar fylltu kartöflur henta vel í það og eru gjörsamlega ómóstæðilegar.

Fylltar kartöflur

Hráefni:

6 russet kartöflur
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 paprikur, skornar í þunnar sneiðar
650 g nautakjöt, skorið í þunna bita
1 tsk. þurrkað oreganó
2/3 bolli rifinn ostur
1 msk. fersk steinselja, söxuð

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Stingið kartöflurnar á nokkrum stöðum með gaffli og nuddið síðan 2 matskeiðum af olíu á þær og kryddið með salti og pipar. Raðið kartöflunum á ofnplötu og bakið í um klukkustund, eða þar til hýðið er stökkt. Leyfið kartöflunum að kólna þar til hægt er að meðhöndla þær með berum höndum. Búið til fyllinguna á meðan. Hitið restina af ólífuolíunni yfir meðalhita á pönnu og eldið lauk og papriku í um 5 mínútur. Bætið kjötinu saman við og kryddið með oreganó, salti og pipar. Eldið í um 5 mínútur, eða þar til kjötið er steikt í gegn. Skerið kartöflurnar í tvennt og skafið út mest af kartöflunni. Raðið kartöfluhelmingunum aftur á ofnplötuna og skiptið fyllingunni jafnt á milli þeirra. Drissið rifnum osti yfir herlegheitin. Bakið í 10 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með steinselju og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur

Verðið lækkað á glæsiíbúð stjörnukokksins heitna: 50 milljón króna afsláttur
Matur
Fyrir 2 dögum

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið

Undur veraldar: Saurís er nýjasta æðið
Matur
Fyrir 2 dögum

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn

Morgunverðarpítsa sem setur tóninn fyrir daginn
Matur
Fyrir 2 dögum

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi

Lágstemmd brúðarterta umdeildasta piparsveins í heimi
Matur
Fyrir 3 dögum

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati

Við vissum ekki að brokkolí væri svona gott: Hanna slær í gegn með einföldu ketó-salati
Matur
Fyrir 3 dögum

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt

Blandar þú áfengi saman við orkudrykki? Hættu því – Það er stórhættulegt
Matur
Fyrir 3 dögum

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“

Emmy Rossum gerir upp fortíðina: „Endalok á einhverju er byrjun á einhverju öðru“
Matur
Fyrir 3 dögum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum

Svona lítur detox-plan Gwyneth Paltrow út: Sjáið hvað er á bannlistanum
Matur
Fyrir 3 dögum

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“

Árás á bakara úr óvæntri átt: „Ég ætla sjálfur að hafa upp á henni og drepa hana“