fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Fékk mat heimsendan á hótelherbergið og fylltist viðbjóði þegar hann opnaði pokann

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 08:00

Uber í bobba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Leo, sem vill ekki láta geta eftirnafns síns, pantaði nýverið mat frá japönskum veitingastað nálægt hótelinu sem hann gisti á á Flórída í Bandaríkjunum. Pantaði hann matinn í gegnum heimsendingarþjónustuna Uber Eats.

Þegar að starfsmaður Uber Eats kom á svæðið segir Leo í samtali við WFLA að starfsmaðurinn hafi hegðað sér undarlega.

„Ég tók við matnum og þá hljóp hún í burtu og ég hugsaði: Þetta var skrýtið.“

Leo fór aftur inn á hótelherbergið og opnaði brúnan pappírspoka þar sem maturinn var geymdur. Hins vegar var meira í pokanum, nefnilega nærbuxur sem voru „greinilega blettóttar með einhverju sem líktist saur,“ samkvæmt Leo. Í samtali við Newsweek segir hann hafa haldið fyrst að þetta hafi verið servíetta en síðan séð að þetta væru óhreinar nærbuxur.

„Viðbjóðslegt, óheilbrigt og gæti hugsanlega dregið mann til dauða,“ segir Leo.

Leo setti nærbuxurnar aftur í pokann og hafði samband við Uber, veitingastaðinn sem hann pantaði af og lögregluna. Samkvæmt frétt Newsweek voru allir þrír aðilar skilningsríkir en sögðust ekkert geta gert í málinu. Málið verður ekki rannsakað af lögreglunni en Uber vinnur nú að því að fara yfir verklagsreglur og ferla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa