fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Svört skýrsla um paleo mataræðið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 14:00

Ekki er mælt með paleo mataræðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við háskólann Edith Cowan í Perth í Ástralíu hafa undanfarið rannsakað paleo mataræðið, eða steinaldarmataræðið svokallaða, ítarlega. Niðurstöður þeirra eru sláandi en í þeim kemur fram að mataræðið er beintengt við aukna áhættu á hjartasjúkdómum.

Stjörnukokkurinn Pete Evans gerði paleo mataræðið frægt, en í því er lögð áhersla á að borða mikið af kjöti, fisk, hnetum og fræjum en forðast korn, sykur og mjólkurvörur. Rannsóknin sem framkvæmd var við Edith Cowan er fyrsta stóra rannsóknin um mataræðið og vildu vísindamenn rannsaka áhrif mataræðisins á bakteríur í meltingarvegi.

Í niðurstöðum vísindamannanna kemur fram að helmingi meira af lykillífmerkjum sem eru tengd við hjartasjúkdóma fundust í blóði þeirra þátttakenda sem borðuðu eftir paleo mataræðinu.

Pete Evans hefur hins vegar ávallt haldið því fram að steinaldarmataræðið geti nánast læknað fólk af alvarlegum sjúkdómum sem vakið hefur upp reiði í læknasamfélaginu. Þá hafa næringarfræðingar varað við því að útiloka heilu fæðuhópana í mataræðinu því það geti haft slæm áhrif á heilsuna.

Dr. Angela Genoni stjórnaði rannsókninni við Edith Cowan-háskólann og segir að aukning á lífmerkjum í líkama þeirra sem borða eftir paleo mataræðinu virðist vera tengd við mikla neyslu á rauðu kjöti og skort á heilkorni.

„Öll korn eru á bannlista á paleo mataræðinu og við vitum að heilkorn inniheldur mikið af þolinni sterkju og gerjuðum trefjum sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði örvera í meltingarveginum,“ segir Angela í viðtali við ástralska fréttamiðilinn News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa