fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Það mættu fleiri taka sér Írisi til fyrirmyndar: „Eina sem þau vantar eru heimagerðar kærleiksgjafir“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 11:00

Íris er með fimmtíu geitur og stefnir á að framleiða mozzarella ost úr geitamjólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við ákváðum að gefa foreldrum okkar matarkörfu í jólagjöf þar sem þau eiga allt og vantar ekkert. Eina sem þau vantar eru heimagerðar kærleiksgjafir. Þannig að við ákváðum að gefa afurðir beint frá okkar býli, það er að segja kjöt. Til að breyta til datt okkur í hug að gera mozzarella ost og fá heimagert berjavín hjá nágrannanum,“ segir bóndinn Íris Aðalsteinsdóttir á bænum Felli á Austurlandi.

Íris er búin að leggja mikið á sig til að búa til mozzarella ost fyrir foreldra sína og tengdaforeldra, enda vandasamt verk að búa til ost frá grunni.

Líf og fjör á Felli.

„Ég hafði reynt fyrir einhverjum árum að gera ost og gafst upp því það heppnaðist ekki. Núna fór ég hins vegar í þetta af meiri ákveðni og eyddi nokkrum kvöldum á YouTube,“ segir Íris. „Fyrsta tilraun misheppnaðist en ég ákvað að prufa aftur með minni uppskrift og viti menn, hún heppnaðist,“ bætir hún við og brosir þegar hún rifjar upp þetta stranga ferli. „Við vorum svo lukkuleg að við ákváðum að gera tvær aðrar uppskriftir sem heppnuðust báðar.“

Osturinn er æði

Íris er með geitur á Felli en bjó þó mozzarella ostinn til úr kúamjólk þar sem hún fær ekki geitamjólk fyrr en næsta vor. Í vetur verður Íris með fimmtíu geitur á fóðri og stefnir á að búa til mozzarella ost úr geitamjólk, í viðbót við þær kjötvörur sem hún selur beint frá býli, til dæmis geitapylsur.

Hér má sjá vörur sem Íris selur beint frá býli, til dæmis geitapylsur.

„Það er hugmynd hjá okkur að gera ost úr geitamjólk. Við höfum bara nýtt kjöt til þessa en alltaf langað til að gera osta í litlu magni. Nú verður reynt að gera ost úr geitamjólk í vor. Ef það gengur verða alltaf heimagerðir ostar á borði hér á bæ,“ segir Íris, hæstánægð með þetta nýja ævintýri í sveitinni.

En hvernig bragðast osturinn?

„Osturinn er æði. Það kemur smá sýrubragð, enda er sítróna í uppskriftinni sem gerir ostinn betri.“

Við getum auðvitað ekki sleppt Íris án þess að fá nákvæma uppskrift að ostinum þannig að aðrir geti búið til fallegar og bragðgóðar jólagjafir, beint frá hjartanu.

Mozzarella ostur Írisar

Fallegur ostur.

Hráefni:

2 lítrar mjólk
4 msk. vínsýra (fæst í Ámunni)
2 msk. sítrónusafi
1 tsk. salt

Aðferð:

Ég hitaði mjólkina upp að suðu og slökkti svo undir. Lét saltið í mjólkina og hrærði létt. Því næst helti ég bæði sítrónusafanum og vínsýrunni í á meðan ég hrærði létt í. Ekki hræra lengi. Því næst lét ég blönduna standa í 20 mínútur í pottinum með loki á og vafði pottinn með tusku svo enginn hiti tapist út. Eftir 20 mínútur þá sigtaði ég mysuna frá í sigti með grisju í. Ég nuddaði svo ostinn í grisjunni til þess að ná sem mestri mysu úr. Svo var osturinn settur í örbylgjuofninn í 40 sekúndur til 1 mínútur, eða þangað til hann er orðinn heitur. Hann verður að vera heitur svo að það sé hægt að vinda mysuna úr. Gera þetta í 2 til 3 skipti eða þangað til að osturinn er orðinn glansandi og áferðin slétt. Svo mynda ég litlar kúlur úr ostinum og set í ísvatn, bara svo að kúlurnar haldist fallegar. Eftir þetta ert þú komin/n með dýrindis Mozzarella ost.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa