fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Flugfarþegi trúði ekki sínum eigin augum þegar hann las innihaldslýsingu flugvélamatar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 23:00

Skondið atvik í flugvél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar sem fljúga á fyrsta farrými með breska flugfélaginu British Airways er lofað þægindum og lúxusmeðferð. Þeir fá rúmgóð sæti en er einnig boðið upp á gómsætan mat sem flugfélagið heldur fram að sé gerður úr ferskum hráefnum. Á vefsíðu British Airways kemur fram að flugvélamaturinn á fyrsta farrými sé innblásinn af réttum marga frægustu kokka heims.

„Þú hlýtur að vera að grínast í mér“

Það kom því bandaríska útvarpsmanninum og höfundinum Michael Brown á óvart þegar hann las innihaldslýsingu á rétti um borð í flugi British Airways á leið frá London til Chicago og rak augun í óvæntar upplýsingar.

Á matseðlinum sem hann fékk var hjartarsteik sem var borin fram með rósmarín „dumplings“, ristuðum kastaníum og grænkáli. Fannst Michael þessi réttur hljóma vel þar til hann las næstu línuna á matseðlinum sem innihélt aðvörun til farþega.

Hress kall hann Michael.

„Þó búið sé að gæta fyllstu varúðar þá gæti verið að byssukúlubrot finnist í þessari máltíð vegna eiginleika vörunnar sem er notuð,“ stóð fyrir neðan réttinn.

Michael brá heldur betur í brún og tók mynd af viðvöruninni og deildi á Twitter. Við myndina skrifaði hann:

„Þú hlýtur að vera að grínast í mér.“

Til að forðast málsókn

Michael segir í samtali við The Sun að hann hafi skemmt sér vel yfir þessu.

„Flugþjónarnir tveir sem ég talaði við höfðu aldrei séð eða tekið eftir þessu áður en við hlógum dátt að þessu,“ segir hann og bætir við að einn þjónninn hafi grínast með að aðvörunin væri þarna svo Bandaríkjamenn fari ekki í mál við flugfélagið.

Talsmaður British Airways staðfestir það nánast.

„Þessar aðvaranir eru varúðarráðstafanir og eru alvanalegar. Við leitum að bestu, bresku hráefnunum fyrir máltíðir í flugvélum okkar og þessi réttur er engin undantekning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa