fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 08:00

Hræðilegt atvik.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellefu ára stúlka tók utan af hamborgara fjögurra ára gamals bróður síns á skyndibitastaðnum Sonic og fann pillu inni í hamborgaranum samkvæmt fréttastofunni ABC 13.

„Hún er ellefu ára þannig að hún spurði foreldra sína hvort þetta væri sælgæti,“ segir lögreglustjórinn Henry Fluck í samtali við fréttastofuna. Kom á daginn að þetta var alls ekki nammi. Pillan var í raun eiturlyfið alsæla.

Í frétt People um málið kemur fram að foreldrar stúlkunnar hafi farið beint á næstu lögreglustöð með matinn þegar að stúlkan fann pilluna. Eftir rannsókn lögreglu kom í ljós að um alsælu væri að ræða. Í kjölfarið fór lögreglan á Sonic-staðinn og handtók yfirmanninn Tanisha Dancer og tvo undirmenn hennar, þá Jonathan Roberson og Jose Molina. Er leitað var á Tanishu í Williamson County-fangelsinu kom í ljós að hún var með þrjár alsælupillur í fórum sínum, líkar þeirri sem fannst í borgaranum. Í framhaldinu var hún rekin af Sonic og kærð fyrir að stefna lífi barns í hættu og hafa eiturlyf í fórum sínum.

Jonathan Tanisha og Jose Molina.

Talsmaður Sonic segir að fyrirtækið líti atvikið alvarlegum augum.

„Eigendur sérleyfa taka öryggi gesta og matvælaöryggi mjög alvarlega. Lögregla á staðnum er að rannsaka þetta atvik og eigandi sérleyfisins vinnur með lögreglunni að rannsókninni. Hver sérleyfishafi er sjálfstæður atvinnurekandi og þar af leiðandi ábyrgur fyrir starfsmannastefnu, starfsaðferðum og ákvörðunum. Sérleyfishafinn hefur rekið þrjá starfsmenn í tengslum við þetta atvik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa