fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Matur

Svona býrðu til flórsykur: Það er ekkert mál

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 23:00

Flórsykur er góður í bakstur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eru nú í óðaönn að baka fyrir jólin og draga einhverjir fram sínar eftirlætis smákökuuppskriftir til að njóta yfir hátíðarnar.

Oft byrja uppskriftir að smákökum, og öðru bakkelsi, á því að hræra saman smjör og sykur. Þegar að sykri er hrært saman við smjör myndast loft í deiginu sem verður til þess að smákökur verða laufléttar og loftkenndar. En þegar að flórsykri er blandað saman við smjör tapar deigið þessum eiginleika og verður þéttara í sér, þó ekkert verra fyrir vikið.

Flestir eiga sykur í eldhúsinu en færri eiga alltaf flórsykur við hendina. Hins vegar er oft gott að nota smá magn af flórsykri til að skreyta smákökur eða tertur, nú eða til að búa til glassúr á piparkökurnar, og þá er algjör óþarfi að rjúka út í búð þegar maður getur búið flórsykurinn til sjálfur.

En hvernig er það gert? Jú, flórsykur er einfaldlega fínmalaður sykur sem er blandað saman við örlítið af maíssterkju. Þannig að til að búa til flórsykur er einfaldlega hægt að setja einn bolla af sykri og eina matskeið af maíssterkju í blandara eða matvinnsluvél og mala þar til sykurinn minnir á duft. Flóknara er það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa