fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Ketó, paleo og vegan mega vara sig: Þetta mataræði verður það heitasta árið 2019

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 12. desember 2018 14:00

Hreint fæði er lykilatriði í pegan mataræðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spekingar eru farnir að spá fyrir um hvaða mataræði á eftir að slá í gegn á næsta ári. Flestir tippa á pegan mataræðið, en glöggir lesendur sjá að pegan er samsett úr orðunum paleo og vegan, enda er þetta mataræði blanda af þessu tvennu.

Í paleo mataræðinu er hvatt til mikillar kjötneyslu en í vegan mataræðinu á að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í pegan mataræðinu á 75 prósent af matnum sem þú borðar að vera úr plönturíkinu en 25 prósent kjöt.

Það var doktor Mark Hyman sem kynnti pegan mataræðið til sögunnar árið 2015 en hingað til hefur það ekki verið mjög áberandi, þó því hafi verið spáð mikilli velgengni fyrir nokkrum árum. Samkvæmt kenningum hans gengur pegan mataræðið fyrst og fremst út á að borða hreina fæðu og er mælt með því að kjötið sem borðað er sé af skepnum sem hugsað er vel um. Hefur Mark látið hafa eftir sér að þetta mataræði geti stuðlað að þyngdartapi, lækkað kólestórólmagn í líkamanum og snúið við sykursýki.

Það sem má borða á pegan mataræðinu er grænmeti og ávextir með sykurstuðul á milli 55 og 69. Þar á meðal er blómkál, brokkolí, tómatar, paprika, eggaldin, laukur, sveppir, epli, kirsuber, sítrusávextir, perur, mangó og ananas. Þá má borða hnetur, lárperur og ólífuolíu. Það sem ætti að takmarka á pegan mataræðinu, samanber 25 prósent kjöt, er nautakjöt, kalkúna- og kjúklingakjöt, lax og rækjur. Einnig á að borða egg, baunir og náttúrulegan sykur eins og hlynsíróp, kókossykur, hunang, döðlur og vanillu í hófi.

Þá víkjum við sögunni að því sem má alls ekki borða á pegan mataræðinu. Á þeim lista eru allar mjólkurvörur, sterkjumikið grænmeti, sætar kartöflur, vörur sem innihalda glúten, soja, flestar grænmetisolíur, maís og sojabaunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa