fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Jólin sem Nigella gleymir aldrei: Nýbökuð móðir reddaði jólamatnum: „Ég var uppgefin“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 13:30

Nigella er mikið jólabarn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Nigella Lawson er í skemmtilegu viðtali um jólin og ferilinn í New Zealand Herald. Nigellu þarf vart að kynna, en hún hefur gefið út ellefu matreiðslubækur og stjórnað fjölmörgum sjónvarpsþáttum um matargerð.

Í dag leggur Nigella mikið upp úr því að elda og baka fyrir jólin, þar á meðal ætt jólaskraut á tréð, en eftirminnilegustu jólin hennar þegar kemur að mat eru samt sem áður jólin sem hún hélt áður en frægð og frami bankaði á dyrnar.

Nigella rifjar upp jólin fyrir 25 árum síðan þegar hún bjó í London með fyrsta eiginmanni sínum, John Diamond, sem dó úr krabbameini í hálsi árið 2001. Þau voru nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, dótturina Cosima, eða tveimur vikum fyrir jól. Til að bæta gráu ofan á svart voru þau einnig nýflutt og eldhúsið í rúst vegna breytinga.

Nýbökuð móðirin lét ekki deigan síga og reddaði jólamatnum með því að setja brauðsneiðar í samlokugrill.

„Við fengum okkur grillaða samloku og snakk í jólamatinn og það var yndislegt. Ég var uppgefin enda bara búin að vera foreldri í tvær vikur. Þetta var yndislegt. Ég setti smá trönuber í samlokuna til að gera hana jólalegri,“ segir Nigella brosandi.

Í ár fer Nigella hins vegar í mat til vinafólks á jóladag, en heldur sig þó ekki alveg frá eldavélinni.

„Ég elska að elda en verð ekki heima hjá mér. Maður getur ekki þröngvað sér of mikið upp á fólk. Ég verð heima hjá vinkonu minni og hún er mjög góður kokkur. Sonur hennar er kokkur þannig að við skiptum þessu á milli okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa