fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Gefur út bók með uppskriftum látins föður síns: „Hann var frumkvöðull í þessu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 08:00

Stefán er hæfileikaríkur í eldhúsinu og á ekki langt að sækja hæfileikana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann var búinn að vera að vinna í þessu undanfarin tvö ár,“ segir Stefán Úlfarsson, matreiðslumeistari í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Stefán stendur á bak við útgáfu matreiðslubókarinnar Úlfar, en í henni má finna fiskiuppskriftir úr smiðju föður Stefáns, Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumanns heitins.

Úlfar lést þann 10. nóvember síðastliðinn, 71 árs að aldri, en hann þarf vart að kynna. Hann út­skrifaðist frá Hót­el- og veit­inga­skól­an­um árið 1967 og eftir viðkomu á ýmsum veitingastöðum opnaði hann veitingastaðinn Þrír Frakkar við Baldursgötu í Reykjavík árið 1989.

Stefán segir föður sinn hafa hafist handa við bókina Úlfar þegar hann hætti að vinna.

Úlfar var landsþekktur matreiðslumaður.

„Hún var í prentun þegar hann fellur frá,“ segir hann og bætir við að hans hlutverk hafi verið að „klára að koma henni frá eins og hann skildi við hana.“

Hann segir að faðir sinn hafi verið að finna upp á nýjum fiskréttum alveg fram á síðasta dag og að sköpunargáfan hafi ekki dvínað þó heilsan hafi gefið sig.

„Hann var alltaf að finna eitthvað nýtt,“ segir Stefán. „Það var alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann var svo skapandi.“

„Því ljótari sem hann var, því betri var hann“

Stefán segir föður sinn hafa brotið blað í veitingahúsabransanum fyrir tuttugu árum síðan þegar hann byrjaði að kynna landann fyrir fisk.

„Hann var frumkvöðull í þessu – að koma fisk inná veitingastaðina. Þú fórst bara út að borða til að borða kjöt. Hann hafði svo mikla trú á fiskinum,“ segir Stefán, en sem lítill polli var hann oft notaður sem tilraunadýr þegar að furðufiskar voru eldaðir.

„Því ljótari sem hann var, því betri var hann,“ segir hann.

Í bókinni Úlfar segir Stefán að sé að finna brot af því besta úr smiðju föður síns en að einnig sé stílað inn á að fólk geti auðveldlega töfrað réttina fram heima.

„Þetta er stílfært þannig að það er mjög auðvelt að elda heima svo þú þyrftir ekki að fara út í búð og kaupa öll skrýtnu kryddin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa