fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Amman sem hefur sparað sér á fimmtu milljón með gámagramsi: „Ég hef veitt gjafir í leynivinaleiki upp úr ruslinu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 17:00

Julianne segir þetta snúast um að bjarga jörðinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Julianne Brady er 63ja ára amma frá Queensland í Ástralíu sem stundar svokallað gámagrams. Hún sem sagt rótar í gámum fyrir utan stórverslanir og bjargar því sem bjargað verður, mest megnis matarkyns. Hún segist hafa sparað sér að minnsta kosti 4,5 milljónir á þessu gámagramsi.

Julianne hefur stundað gámagrams í fjögur ár og er þekkt sem Gámagrams amman í hverfinu sínu í Queensland samkvæmt frétt tímaritsins That‘s Life. Hún fær dyggan stuðning eiginmanns síns í gramsinu.

„Ég gat ekki hoppað ofan í gámana komin á þennan aldur þannig að eiginmaðurinn minn bjó til sérstakt prik fyrir mig með krók á endanum þannig að ég næði í það sem væri erfitt að nálgast,“ segir hún.

Alls kyns gámagóss.

Lindt-súkkulaði, bakkelsi og rándýr leðurjakki

Julianne byrjaði að gámagramsa þegar hún gekk framhjá gám á bílastæði súpermarkaðs og sá heila kókdós í gámnum. Við nánari athugun fann hún ost, sultu, ólífur og kex – allt ósnert og óopnað. Henni hryllti við tilhugsunina um að þetta færi allt til spillis þannig að hún tók góssið með sér heim og hefur gámagramsað síðan. Hún líkir þessu við fíkn og byrjaði gámagramsferilinn á að heimsækja ýmsar verslanir til að kortleggja hvenær þær færu út með ruslið.

„Magnið af mat var ótrúlega mikið. Ég fékk Lindt-súkkulaðistykki, fullt af brauði, bakkelsi og ferska ávexti og grænmeti,“ segir Julianne og bætir við að níutíu prósent matvæla sem hún leggi sér til munns komi úr gámum.

Það er þó ekki aðeins matur sem hún hefur upp úr krafsinu heldur einnig jólagjafir.

Ekki amalegt sem kemur upp úr gámum.

„Jólin eru á næsta leiti og ég hef veitt gjafir í leynivinaleiki upp úr ruslinu,“ segir hún. Þá hefur hún einnig fundið teppi, föt, skó og rúmföt í ruslinu. Meira að segja rándýran leðurjakka. Þá bætir hún við að þetta séu ekki aðeins sparnaðaraðgerðir heldur snúist einnig um að bjarga jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa