fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Með ströngu mataræði náði hún að missa níutíu kíló: Sætti sig við að vera feita mamman á fótboltaleikjum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 10:30

Cristina er þakklát fyrir að hafa breytt um lífsstíl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Móðir mín og stjúpfaðir skildu þegar ég var ellefu ára og þá leitaði ég huggunar í mat,“ segir Cristina McClaren, ung, bandarísk kona, í pistli á vefmiðlinum Women’s Health. Í pistlinum segir hún frá sinni þrautagöngu þegar kemur að mat og mataræði, en hún byrjaði að oféta í kjölfar skilnaðarins.

Var þyngst 170 kíló

„Allt í einu borðaði ég allt sem ég náði í – og það var ekkert endilega ruslmatur. Móðir mín keypti mikið af heilsusamlegum mat en ég borðaði oft heilan poka af heilkornabeyglum í morgunmat í staðinn fyrir að fá mér bara eina,“ skrifar Cristina. Hún þyngdist því mikið en náði að létta sig aðeins þegar hún byrjaði í miðskóla. Hún æfði þrjár íþróttir og náði tökum á mataræði sínu en fór síðan fljótlega í sama farið.

https://www.instagram.com/p/Bq0Hp0mAl7S/

Þegar Cristina útskrifaðist úr miðskóla var hún 36 kílóum þyngri en þegar hún hóf skólagönguna. Árið 2014 hafði hún aldrei verið þyngri, eða rúmlega 170 kíló. Hún vissi að hún þyrfti að breyta um lífsstíl og fékk hugljómun þegar hún skráði sig í bootcamp-tíma á fimmtudegi nokkrum.

„Þar sem ég hafði æft í miðskóla hélt ég að þessi æfing yrði ekkert mál en ég gerði mér fljótlega grein fyrir að þetta yrði mesta áfall lífs míns. Ég gat ekki hlaupið einn hring í tímanum. Ég gat ekki einu sinni gert einn sprellikarl. Ég gat ekki hoppað. Ég hætti eftir hálftíma en frá þessari stundu vissi ég að ég gat ekki haldið áfram að lifa því lífi sem ég hafði lifað.“

https://www.instagram.com/p/BpSS3q2hIPH/

„Þrátt fyrir árangurinn minn hefur þetta verið einmanalegt ferli“

Cristina byrjaði lífsstílsbreytinguna á að borða hollari mat. Það var hins vegar ekki nóg því hún fór alltaf í þann farveg að borða alltof mikið. Hún hélt líka áfram að fara í bootcamp og mætti þrivsvar í viku. Þetta ár léttist hún um tæpt 41 kíló en bætti tæpum tíu á sig aftur því hún slakaði á í mataræðinu.

Árið 2015 skipti Cristina yfir í lágkolvetna mataræði og tveimur árum síðar borðaði hún eftir ströngu ketó mataræði. Hún borðaði ketó í um það bil ár og fann loks út úr því að lágkolvetna, sykurlaust mataræði væri best fyrir hana. Þá er mikilvægt fyrir hana að passa skammtastærð og því planar hún allar máltíðir fyrirfram, allt að tvo daga fram í tímann. Í dag er hún tæplega níutíu kílóum léttari en hún var þegar hún fór í þessa vegferð sína.

https://www.instagram.com/p/BqWPjOmApIB/

„Þrátt fyrir árangurinn minn hefur þetta verið einmanalegt ferli. Eiginmaður minn og sonur fylgja ekki jafn heilbrigðum lífsstíl og ég þannig að ég þarf að standast margar freistingar, eins og að horfa í hina áttina þegar þeir fá sér ís í eftirrétt,“ skrifar Cristina.

Þarf ekki leikfimitíma eða dýran mat

Í dag er hún tæplega 85 kíló.

„Ég hafði sannfært sjálfa mig um að ég væri sátt við að vera feita mamman á fótboltaleikjum sonar míns, en ég var það ekki. Nú get ég hugsað um aðgerð til að fjarlægja lausa húð og haldið áfram að lifa heilsusamlegu lífi,“ skrifar Cristina og hvetur aðra í sömu stöðu og hún var til að byrja strax í dag að breyta lífi sínu.

„Maður þarf ekki að fara í flotta leikfimitíma eða kaupa rándýran mat til að léttast. Já, það er mikil vinna að léttast og það koma tímar sem maður vill gefast upp en ekki bíða þar til næsta mánudag þegar þú getur byrjað núna.“

https://www.instagram.com/p/BpX12XYBl5Z/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa