fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Byrjaði að fasta og léttist um 40 kíló: „Þegar ég var 25 ára var ég hundrað kíló og þekkti varla líkama minn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 21:55

Courtney byrjaði að fasta og hætti að borða skyndibita og mjólkurvörur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst lífsstíllinn minn virka vel fyrir mig – þar til ég fékk sjaldgæfan en tímabundinn sjúkdóm sem skaddaði taugar í öðrum fótleggnum mínum. Það var nær ómögulegt að ganga, hvað þá að æfa. Kílóin hlóðust á mig og ég átti bæði börnin mín á þessum tíma. Þegar ég var 25 ára var ég hundrað kíló og þekkti varla líkama minn,“ segir Courtney Montgomery í pistli á vefsíðunni Women’s Health.

Hætti í gosi og skyndibita

Einn daginn leit Courtney í spegilinn og vissi að hún þyrfti að breyta einhverju.

„Það var ekki bara að ég þekkti mig ekki í speglinum. Mér leið heldur ekki eins og ég sjálf. Ég er dansari þanngi að ég gat ekki hreyft mig eins og ég vildi eða gert það sem ég gat áður. Og staðreyndin að ég bæri ábyrgð á lélegri heilsu minni gerði þetta enn verra,“ segir Courtney. Í kjölfarið byrjaði hún á að breyta mataræði sínu.

„Ég hætti að borða skyndibita sem þýddi að ég eldaði meira heima. Ég hætti að fá mér Starbucks-drykki og sætindi. Ég lagði áherslu á hreina fæðu – kjúkling, grænmeti og heilkorn. Ég hætti að drekka gos og fékk mér aðallega vatn að drekka.“

https://www.instagram.com/p/BWAZNTZD2Uo/

Nokkrum mánuðum síðar hætti Courtney að drekka áfengi og neyta mjólkurvara. Stuttu síðar byrjaði hún að fasta tímabundið, og borðaði í átta tíma á dag og fastaði í sextán tíma, og gerir í raun enn. Hún borðar ekkert frá átta á kvöldin til tólf á hádegi næsta dags, en hér er dæmigerður matseðill dagsins hjá henni:

Máltíð 1: Prótein hristingur eða ristað brauð með lárperu og eggi.
Snarl: Harðsoðið egg með cajun kryddi.
Máltíð 2: Svartbaunabuff og gufusoðið grænmeti.
Snarl: Hnetusmjör og epli.

Líkaminn breyttist og styrktist

Eftir að Courtney breytti um lifnaðarhætti féll hún fyrir hjólreiðum.

https://www.instagram.com/p/BRN_DX-Dh7X/

„Spinning-tímar voru fullkomnir fyrir mig því herbergið var dimmt þannig að enginn sá mig. Mér leið betur að sitja á hjóli í dimmu herbergi þar sem ég þurfti lítið að hreyfa mig, bara hjóla. Fyrst um sinn var nógu erfitt að gera bara það. Ég þóttist meira að segja stundum þyngja hjólið þegar að kennarinn sagði mér að gera það. En ég hélt áfram að mæta viku eftir viku og sá líkama minn breytast og styrkjast,“ segir hún. Árin á eftir fann hún fleiri æfingartíma sem hentuðu henni, svo sem dans, jóga og barre. Aukakílóin fóru hins vegar seint.

„Þó ég væri að borða rétt og hreyfa mig var samt ekki auðvelt að léttast. Þetta gerðist ekki hratt. Ég missti kíló á hægum en stöðugum hraða. Það var erfiðast að sætta sig við það og finna hvatningu til að halda áfram þegar þolinmæði mín var að þrotum komin. En því meira sem ég æfði og borðaði rétt, því betur leið mér og loks gerði ég mér grein fyrir að ég þyrfti ekki að missa nokkur kíló á viku til að bæta heilsuna.“

https://www.instagram.com/p/Bo8Dwe0A9St/

Byrjaði að trúa á sjálfa sig

Það tók Courtney þrjú ár að missa fjörutíu kíló, en hún náði því takmarki árið 2015. Nú vill hún hjálpa öðrum sem eru í sömu stöðu og hún var fyrir nokkrum árum.

„Ég kíki oft í kringum mig til að sjá hvort öðrum líði eins og mér leið og reyni að veita þeim stuðning. Markmið mitt í lífinu er að hjálpa fólki að trúa á sig sjálft og markmið sín, líkt og ég byrjaði að trúa á mig sjálfa.“

https://www.instagram.com/p/Bm2B-BDAO0r/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa