fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
Matur

Skipta út munúðarfullum fyrirsætum fyrir konuna sem gerir grín að fræga fólkinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 9. nóvember 2018 13:00

Celeste er skemmtileg týpa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamborgarastaðurinn Carl‘s Jr. hefur vakið mikinn usla síðustu ár með því að gera hamborgara kynþokkafulla í auglýsingaherferðum. Hefur fyrirtækið fengið fyrirsætur og frægt fólk til að borða borgara í afar munúðarfullum aðstæðum, sem hefur farið misvel ofan í fólk. Margir hafa jafnvel líkt auglýsingunum við ljósblátt klámefni.

Nú hefur fyrirtækið opinberað nýja auglýsingaherferð en stjarnan í nýju auglýsingunni er engin önnur en ástralski spéfuglinn Celeste Barber. Celeste á rúmlega fimm milljónir fylgjenda á Instagram og er heimsfræg fyrir að gera grín að frægu fólki til að bjóða fegurðarstöðlum birginn.

Celeste verður ekki eina stjarnan hjá Carl‘s Jr. ef marka má fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, en meðal annarra stjarna sem auglýsa borgara á næstunni verða Ashlee Simpson-Ross og Matthew McConaughey.

Paris og borgarinn

Carl‘s Jr. vakti fyrst athygli árið 2005 þegar partípían og hótelerfinginn Paris Hilton sást þvo Bentley-bifreið í bikiníi og bíta í stóran, safaríkan borgara. Auglýsingin varð strax umdeild og líkt við klám. Carl‘s Jr. hætti ekki þar og hefur síðan boðið upp á klámfengar auglýsingar með til dæmis Kate Upton og Kim Kardashian í aðalhlutverki.

Nýr tónn er því í auglýsingunum með Celeste þar sem hún þrífur fjölskyldubíl á meðan hún borðar borgara, sem á greinilega að vera skopmynd af auglýsingunni með fyrrnefndri Paris.

Eins og áður segir er Celeste gríðarlega vinsæl á Instagram – kíkjum á nokkrar stórfenglegar myndir sem hún hefur endurgert:

Í fótspor Kim Kardashian:

Apað eftir Rihönnu:

Erfið áskorun:

Grín gert að hátísku:

Stuð á ströndinni:

Rihanna aftur:

Chloe Sevigny á ekki séns í Celeste:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bono og Davíðssálmar
Matur
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að Jimmy Fallon hatar mæjónes

Þetta er ástæðan fyrir því að Jimmy Fallon hatar mæjónes
Matur
Fyrir 2 dögum

Stefán Eiríks smakkaði ótrúlega blöndu: „Þetta kombó er í alvörunni til“

Stefán Eiríks smakkaði ótrúlega blöndu: „Þetta kombó er í alvörunni til“
Matur
Fyrir 3 dögum

Elli Grill svelti sig í þrjá mánuði: „Ég leik mér ekki að matnum“

Elli Grill svelti sig í þrjá mánuði: „Ég leik mér ekki að matnum“
Matur
Fyrir 3 dögum

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“

Tóti líkir matarkúrum við trúarofstæki: „Fasískt sykur- og brauðhatur, ketó og hvað þetta rugl heitir allt saman“
Matur
Fyrir 4 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum
Matur
Fyrir 4 dögum

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi
Matur
Fyrir 5 dögum

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður
Matur
Fyrir 6 dögum

Þú trúir því ekki að þessi kaka sé vegan

Þú trúir því ekki að þessi kaka sé vegan