fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Við höfum verið að borða hamborgara vitlaust allt okkar líf

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 09:50

Þetta er nú ekki hollustufæði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir borða hamborgara með hnífapörum, aðrir taka hann báðum höndum og gúffa honum strax í sig. Hins vegar eru báðar þessar aðferðir kolrangar að mati helstu borgarasérfræðinga. Það á víst að borða hamborgara með því að snúa honum á hvolf.

Aðalástæðan fyrir því að sérfræðingar telja þetta einu réttu leiðina til að borða hamborgara er sú að botnbrauðið er mun þynnra en brauðið sem borgaranum er lokað með og því sýgur botnbrauðið betur í sig safa úr borgaranum.

Alls kyns gúmmulaði á hamborgarann.

Það getur verið heljarinnar verk að tækla borgara, sérstaklega nýmóðins borgara sem eru stútfullir af alls kyns gúmmulaði. Ef maður nýtir sér leiðina sem sérfræðingar mæla með þá sleppur maður alveg við að allt þetta gúmmulaði, sósa og safi fari út um allt.

Simon Dukes, stofnandi bloggsins Burger Lad, segir í samtali við INSIDER að hamborgari sé borinn fram eins og hann er vegna þess að það lítur betur út þannig. Sé honum hins vegar snúið á hvolf nær brauðið sem borgaranum er lokað með að halda öllu gúmmulaði inni í borgaranum, sökum þess hve þykkt það er.

„Sannur hamborgaraunnandi ætti alltaf að borða hamborgarann sinn á hvolfi,“ segir hann.

„Í fyrstu hefði ég sagt að þetta væri fráleitt,“ segir Matt Ester, stofnandi Burgerlist í samtali við INSIDER. „Ég hef alltaf borðað hamborgara á „réttan hátt“ en það er miklu meira vit í þessu,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa