fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
Matur

Saur fannst á öllum snertiskjám á McDonald‘s

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 30. nóvember 2018 14:00

Aðdáendur McDonald's: Athugið!

Fjölmiðillinn Metro í Bretlandi tók sig til og tók sýni af snertiskjám á McDonald‘s-stöðum víðs vegar um landið nýverið. Niðurstöðurnar sýna að vottur af saur fannst í öllum sýnunum sem tekin voru.

Það kom dr. Paul Matewele, leiktor í örverufræði við London Metropolitan-háskólann, á óvart hve mikið af bakteríum fannst við framkvæmd rannsóknarinnar.

„Þessar bakteríur valda alls kyns sýkingum sem fólk smitast af á sjúkrahúsum,“ segir hann í samtali við Metro.

Á skjá á einum McDonald‘s-stað fannst staphylococcus, baktería sem getur valdið blóðeitrun og toxic shock syndrome, TSS.

„Það veldur mér áhyggjum að finna staphylococcus á þessum tækjum því hún er mjög smitandi. Hún byrjar í nefinu. Ef fólk snertir nefið með fingrunum og notar þá síðan á snertiskjá fær önnur manneskja bakteríuna og ef sú manneskja er með opið sár getur þetta verið hættulegt,“ segir Paul og bætir við að staphylococcus sé sérstaklega hættuleg baktería því svo virðist vera að hún sé að verða ónæm fyrir sýklalyfjum.

Baktería sem veldur fósturláti

Í rannsókn Metro og háskólans var farið á átta McDonald‘s-staði, sex í London og tvo í Birmingham. Listería fannst bæði á Oxford-stræti og Holloway-vegi en sú baktería getur orsakað sjúkdóminn listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti.

„Það kom okkur á óvart að önnur sjaldgæf baktería, listería, væri á snertiskjáum því hún getur verið mjög smitandi og valdið þeim sem eru með veikt ónæmiskerfi miklum vandræðum,“ segir Paul.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 5 dögum

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki

Vinsæl orðatiltæki gætu verið bönnuð svo veganistar móðgist ekki
Matur
Fyrir 5 dögum

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu

Þetta gerist ekki girnilegra: Bananabrauð með karamellusósu
Matur
Fyrir 5 dögum

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur

Matarbloggari reyndi við 1,4 kílóa hamborgara: Eftir nokkrar mínútur féllust henni hendur
Matur
Fyrir 6 dögum

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?

Spurningum ykkar svarað: Lakkrístopparnir mínir falla saman – Hvað get ég gert?
Matur
Fyrir 6 dögum

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“

Þetta borðar fitness-drottningin Kristbjörg yfir daginn: „Allt er gott í hófi“