fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Matur

Óendanlega jólalegar smákökur

Amare
Föstudaginn 30. nóvember 2018 12:00

Rauðar Flauelskrumpur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er svolítill aðdáandi red velvet kökunnar, mér finnst líka eitthvað óendanlega jólalegt við hvítt og rautt saman. Ég henti í þessar rauðu flauels krumpukökur um daginn, þær hafa verið mjög vinsælar á heimilinu, skemmir líka alls ekki fyrir hvað þær eru jólalegar og fallegar. Mig langaði að deila með ykkur uppskriftinni af þeim.

Rauðar flauelskrumpur

Hráefni:

3 bollar hveiti
¼ bolli bökunarkakó
2 tsk.  lyftiduft
¼ tsk. matarsódi
170 g mjúkt smjör
1 1/3 bolli sykur
3 stór egg
2 msk. mjólk
1½ tsk. vanilludropar
rauður gel matarlitur
150 g hvítir súkkulaðidropar
1 bolli flórsykur
1 msk. gull bökunarduft ef bakarinn er í sparistuði

Aðferð:

Blandið saman hveiti, kakó, lyftidufti, matarsóda og salti í skál. Í aðra skál hrærið saman mjúkt smjör og sykur þar til það er blandan er létt og ljós. Bætið eggjum við smjörblönduna, 1 í einu og blandið vel á milli. Bætið mjólk, vanilludropum og matarlit út í eggja-smjörblönduna. Það þarf að nota mikið af matarlitnum, blandan ætti að vera fagurrauð. Bætið svo þurrefnunum varlega út í þau blautu, hrærið þar til allt er vel blandað saman og skafið niður úr hliðunum á milli. Kælið deigið í u.þ.b. 2 klukkutíma. Hitið ofninn í 180°C. Setið flórsykur í skál og hrærið gullduftinu saman við. Búið til litlar kúlur úr deiginu og veltið upp úr flórsykrinum. Raðið á bökunarplötu og þrýstið létt ofan á kúlurnar. Bakist í 10-14 mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum

Komdu ástinni á óvart með þessum Bailey‘s brúnkum
Matur
Fyrir 3 dögum

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi

Það sem vegan kraftlyftingakona Íslands borðar á venjulegum degi
Matur
Fyrir 5 dögum

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur
Matur
Fyrir 5 dögum

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?