fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Líf Höllu tók stakkaskiptum þegar hún byrjaði á ketó: Ummálið minnkar og húðin ljómar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 30. nóvember 2018 08:00

Ketó hrökkkex er í sérstöku uppáhaldi hjá Höllu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég elska mat – bæði að búa hann til og borða. Ég þrífst á fjölbreytni þannig að ketó kom á hárréttum tíma inn í líf mitt. Nýjar útfærslur á öllu gömlu, uppáhalds uppskriftunum. Nýjar áskoranir,“ segir Halla Björg Björnsdóttir, flugfreyja frá Icelandair. Halla byrjaði að borða eftir ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræði, fyrir þremur mánuðum síðan eiginlega fyrir tilviljun.

„Ég hafði vitað af ketó og lkl í þónokkurn tíma en varð svo fyrir uppljómun í vinnunni á leiðinni yfir Atlantshafið. Þá dró samstarfskona mín upp ansi áhugavert nesti og ég endaði á að draga allt upp úr henni varðandi þetta mataræði sem hún dásamaði á alla kanta. Hún lofaði í kjölfarið að taka mig í verslunarleiðangur í stoppinu og sýndi mér hvað þetta var í raun einfalt, hvað mætti og hvað ekki. Hvernig ætti að lesa innihaldslýsingar og reikna út kolvetnamagn og svo framvegis,“ segir Halla sem sér alls ekki eftir þessari lífsstílsbreytingu.

Halla segist vera mun orkumeiri.

„Segja má að líf mitt hafi tekið stakkaskiptum. Ketó er málið.“

Eins og ský hafi dregið frá sólu

Í raun finnur Halla enga galla á lágkolvetna mataræði og segir það komið til að vera.

„Allt hefur breyst, líkamlega og andlega. Eins og ský hafi dregið frá sólu. Ásamt því sem ummálið hefur minnkað er ég alveg fáránlega orkumikil, aðeins of stundum,“ segir hún og hlær. „Það er eins og húðin ljómi, allir verkir horfnir og ég fæ ekki einu sinni höfuðverk lengur. Líf mitt einkennist aðallega af eintómri gleði.“

Halla hefur vakið mikla athygli á Snapchat undir nafninu hallabb þar sem hún sýnir áhugasömum frá matseld sinni og gefur góð ráð og uppskriftir. En af hverju ákvað hún að byrja að snappa um lágkolvetna lífsstílinn sinn?

Halla snappar um ketó.

„Það er eiginlega henni Lísu vinkonu að þakka. Ég snappaði bara eins og aðrir og var eiginlega alveg hætt því þegar hún Lísa bað mig sérstaklega um meira matarsnapp. Fram að því var ég mest að gera þetta fyrir sjálfa mig enda hef ég fáránlega gaman að því að fara yfir það sjálf og fá yfirsýn yfir eldamennskuna. Þannig að ég fór eiginlega að gera þetta fyrir hana Lísu mína. Þetta er allt henni að þakka,“ segir Halla og bætir við að viðtökurnar hafi komið henni á óvart.

„Ég fæ nýja fylgjendur á hverjum degi þannig að eitthvað hlýt ég að vera að gera vel. En ég vona fyrst og fremst að snappið hjálpi fólki sem er að byrja eða hefur áhuga á ketó og lkl, eða bara mat yfir höfuð, þar sem lágkolvetna matur er betri en sá hefðbundni ef eitthvað er. Hvað manni líður vel af þessum mat er bara kostur.“

Sykur gengur undir ýmsum nöfnum

Maður kemur svo sannarlega ekki að tómum kofanum þegar maður spyr Höllu hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að íhuga að borða ketó eða að stíga sín fyrstu skref.

„Lesið allt sem þið finnið á netinu. Þar er endalaust af upplýsingum. Byrjið að lesa innihaldslýsingar á matvælum því sykur leynist á ótrúlegustu stöðum, eins og til dæmis í beikoni og pylsum. Borðið flókin kolvetni, lærið að reikna kolvetnamagn í matvælum og hættið svo að vera hrædd við fitu,“ segir Halla, og bendir á að sykur gengur undir ýmsum nöfnum í innihaldslýsingum, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan:

Sykur leynist víða.

Halla segir að það vanti vissulega meira úrval af ketóvænum vörum í matvöruverslunum en hún býr mikið til sjálf. Í uppáhaldi er heimagerða hrökkkexið sem rýkur út.

„Það er nauðsynlegt að eiga eitthvað nammigott við hendina þegar allir í kringum mann eru að gera vel við sig. Mér finnst líka nauðsynlegt að eiga ketó hrökkkex upp í skáp. Ég þarf að fela það þar sem allir á heimilinu eru sjúkir í það og það klárast fljótt, en það er heldur ekkert mál að búa það til,“ segir hún og deilir með lesendum matarvefsins uppskrift að umtalaða hrökkkexinu og skinkusalati með.

Ketó hrökkkex

Hrökkkexið fræga.

„Það má leika sér með þessa uppskrift og til dæmis breyta frætegundum eða ostinum.“

Hráefni:

3 dl sesamfræ
1 dl sólblómafræ
60 g rifinn ostur, ég nota oftast sterkan cheddar
1 msk. husk
1 dl vatn
2 egg
1/2 tsk. himalayan pink salt

Aðferð:

Hræra öllu saman og smyrja svo á bökunarplötu með smjörpappír. Svo má krydda þetta alla veg. Ég set oftast bara smá flögusalt. Aðalbragðið kemur frá ostinum finnst mér. Bakað í 20 mínútur á 150°C en þá er það tekið út og skorið með pítsaskera. Bakað áfram í 40 mínútur við 120 °C. Þetta hrökkkex er svo alveg guðdómlegt með skinkusalatinu hér fyrir neðan.

Skinkusalat

Hráefni:

hálft bréf skinka, smátt skorin. Skinkan frá Stjörnugrís er best, enginn viðbættur sykur
ein dós aspas (hella safanum af)
einn sveppasmurostur
einn grænmetisteningur

Aðferð:

Hræra öllu duglega saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa