fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Matur

Það er auðveldara en þú heldur að baka klístruðustu súkkulaðiköku í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 17:30

Þessi kaka er algjört dúndur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svíar eru þekktir fyrir ýmislegt í matargerð, þar á meðal kladdkökuna sem er klístruð og bragðmikil súkkulaðikaka. Það er ofureinfalt að baka kladdköku og nánast ekki hægt að klúðra því. Hér er ein skotheld uppskrift, en kladdkaka myndi sóma sér vel sem eftirréttur á jólum með heimagerðum ís eða þeyttum rjóma.

Kladdkaka

Hráefni:

200 g smjör
brauðmylsna
200 g dökkt súkkulaði, grófsaxað
4 egg
250 g sykur
40 g hveiti
sjávarsalt

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið 24 sentímetra stórt kökuform. Dreifið síðan brauðmylsnu í formið og hyljið allar hliðar með mylsnunni. Bræðið smjörið í potti yfir lágum hita. Bætið súkkulaðinu saman við og hrærið þar til allt er bráðnað og blandað saman. Takið pottinn af hellunni og blandið restinni af hráefnunum saman við á meðan þið hrærið í blöndunni. Hellið deiginu í kökuformið og bakið í 15 til 20 mínútur. Og já, þessi á að vera klístruð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður

Sindri sá svolítið heima hjá Áslaugu Örnu sem hann hefur aldrei séð áður
Matur
Fyrir 3 dögum

Þú trúir því ekki að þessi kaka sé vegan

Þú trúir því ekki að þessi kaka sé vegan
Matur
Fyrir 4 dögum

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur

Ekkert hveiti og ekkert smjör: Þessar súkkulaðikökur eru dúndur
Matur
Fyrir 4 dögum

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?

Góa apar eftir auglýsingu fyrir kvíðasjúklinga: Gæti þetta páskaegg orðið það vinsælasta í heimi?