fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Matur

Íslendingar eiga besta mjólkursúkkulaði í heimi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 11:15

Hér fyrir ofan má sjá Óskar og Kjartan hjá Omnom í Nicaragua að skoða baunir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Súkkulaðið Milk of Nicaragua frá íslenska súkkulaðiframleiðandanum Omnom vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð síðustu helgi sem besta mjólkursúkkulaði í heimi.

Fjölmargir súkkulaðiframleiðendur víðs vegar um heiminn tóku þátt í keppninni, þar á meðal Svenska Kakaobolaget frá Svíþjóð, Friis-Holm frá Danmörku, Franceschi Chocolate frá Venesúela og Soma Chocolatemaker frá Kanada. Því eru þessu gullverðlaun mikill heiður, en auk þeirra hlaut Omnom fjögur önnur gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun í mismunandi flokkum.

„Það hefði aldrei hvarflað að okkur fyrir fimm árum þegar við stofnuðum Omnom að við værum að fara fá verðlaun fyrir besta mjólkursúkkulaðið. Það hefur alltaf verið í gæðastefnu okkar að nota bestu mögulegu hráefnin hverju sinni. Oft er það þannig að ef maður er með góð hráefni þá er eftirleikurinn auðveldur,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Hér er súkkulaðið sem er talið besta mjólkursúkkulaði í heimi.

„Náin samskipti við kakóbaunabændur gerir okkur kleift að stunda heiðarleg viðskipti og auka sjálfbærni kakóbaunabænda,“ bætir hann við, en Omnom sérhæfir sig í svokölluðu frá baun í bita súkkulaði, eða from bean to bar. Það þýðir að Omnom vinnur sitt súkkulaði frá grunni úr kakóbaunum, í staðinn fyrir að bræða niður súkkulaði frá öðrum í framleiðslunni. Þetta er því ákveðinn gæðastimpill, en meðal annarra framleiðenda sem framleiða súkkulaði frá baun í bita eru til að mynda Barry Callebaut, Fazer, Ghirardelli og Valrhona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa