fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Faðir fer í mál við McDonald‘s því börnin heimta hamborgara

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 23:00

Barnaboxið vekur usla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja barna faðirinn Antonio Bramante frá Quebec í Kanada hefur kært skyndibitakeðjuna McDonald‘s fyrir brot á lögum um auglýsingar sem er beint að börnum. Ástæðan fyrir kærunni er sú að börn Antonios heimta barnabox frá McDonald‘s á tveggja vikna fresti.

Í fyrrnefndum lögum í Kanada er bannað að beina auglýsingum að börnum undir þrettán ára aldri. Þá er það líka ólöglegt að markaðssetja óheilsusamlegan mat fyrir börn.

Kemur fram í gögnum málsins að Antonio borði á McDonald‘s hálfsmánaðarlega að kröfu barna sinna. Hann telur að hann hafi eytt hundruðum kanadískra dollara í barnabox, sem eru barnamáltíðir með fríu dóti.

Aðal umkvörtunarefni Antonio er að dótið sem fylgir með barnaboxinu er oftast tengt við vinsælar myndir sem eru væntanlegar í kvikmyndahús sem þýðir að börnin vilja ólm ná að safna öllu dótinu sem í boði er á hverjum tíma. Faðirinn segir að veitingastaðurinn sé að beina auglýsingum sínum til barna með því að hafa leikföngin sem fylgja með barnaboxinu í þeirra augnhæð.

Lögfræðingur mannsins, Joey Zukran, fullyrðir að McDonald‘s fari ekki að lögum í samtali við Mirror. Hann bætir við að þeir sem hafi keypt barnabox í Quebec síðan í nóvember árið 2013 geti tekið þátt í málsókninni. Sjálfur fer Antonio fram á skaðabætur vegna þessa.

Í yfirlýsingu frá McDonald‘s kemur fram að forsvarsmenn fyrirtækisins séu að fara vel og vandlega yfir málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa