fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024
Matur

Ert þú með ofnæmi fyrir hnetum? Ný meðferð gæti breytt lífi þínu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 09:40

Hnetur leynast í ýmsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir þjást af ofnæmi fyrir hnetum, jafnvel svo alvarlegu að þeir þurfa að forðast hnetur með öllu til að fá ekki alvarleg ofnæmisköst. Ný meðferð gæti breytt lífi allra sem þjást af þessu ofnæmi.

Í rannsókn sem birt er í New England Journal of Medicine kemur fram að ónæmislyfið AR101 hafi verið prófað á fólki með hnetuofnæmi. Lyfið var prófað á 551 einstaklingum á öllum aldri. Þátttakendur á aldrinum 4 til 17 ára gátu þolað að minnsta kosti 600 milligrömm af hnetupróteini án þess að fá ofnæmi þegar þeir tóku lyfið.

Talið er að þessi uppgötvun marki mikil tímamót þar sem engin meðferð er til í dag fyrir fólk með lífshættulegt ofnæmi fyrir hnetum.

„Við erum spennt að geta hugsanlega hjálpað börnum og ungmennum með hnetuofnæmi og verndað þau fyrir því að borða óvart mat með hnetum í,“ segir Stephen Tilles, sem var meðal þeirra sem stóðu að rannsókninni, í samtali við fréttasíðuna EurekaAlert!.

„Við vorum ánægð með að tveir þriðju af þátttakendum gátu þolað jafngildi tveggja hneta á dag eftir níu til tólf mánaða meðferð. Og helmingur þátttakenda þoldi jafngildi fjögurra hneta,“ bætir hann við.

Stephen vonast til að þessi meðferð verði í boði fyrir almenning á seinni hluta næsta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa