fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Of mikil vatnsdrykkja getur haft skelfileg áhrif – jafnvel dregið þig til dauða

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 21:00

Vörum okkur á vatninu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er oft brýnt fyrir okkur hve mikilvægt það er að drekka nóg vatn yfir daginn. Hins vegar er það staðreynd að of mikil vatnsdrykkja getur haft skaðleg áhrif á líkamann, ef marka má grein á vef Daily Mail.

Sérfræðingar vara nú við of mikilli vatnsdrykkju og segja hana geta haft skelfileg áhrif á líkamann og jafnvel dregið fólk til dauða. Fullorðinn einstaklingur ætti að drekka þrjá til fjóra lítra af vatni á dag en nýrun geta aðeins hreinsað einn lítra af vatni á klukkutíma. Umfram vatnið leitar því inn í frumur líkamans og veldur bólgu í þeim.

Þetta ferli er kallað vatnseitrun og veldur sódíum tapi í líkamanum sem gerir honum erfitt um vik að stilla blóðþrýstinginn. Það er tiltölulega hættulaust ef umfram vatnið fer í vöðva eða fitu en ef það leitar upp í heila getur það valdið miklum skaða. Einkenni vatnseitrunar eru höfuðverkur, rugl og þreyta. Ef vatnsþrýstingurinn eykst getur fólk fengið heilaskaða, fallið í dá eða jafnvel dáið.

Læknar mæla með því að fólk kíki reglulega á lit þvagsins, en best er að það sé ljós sítrónugult á litinn.

Á vef Foreldrahandbókarinnar er fjallað um vatnseitrun í börnum, sem lýsir sér eins og hjá fullorðnum að mestu leyti. Þar er vitnað í lækna við John Hopkins barnaspítalann í Baltimore í Bandaríkjunum sem brýna fyrir fólki að börn yngri en sex mánaða ættu aldrei að drekka vatn vegna hættu á vatnseitrun.

Hér eru merki um að þú sért að drekka of mikið vatn:

Tíð þvaglát
Glært þvag
Krampar
Þreyta
Þrútnar hendur og fætur
Höfuðverkir
Drekka þegar þú ert ekki þyrst/ur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa