fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Eldaði hollari útgáfu af uppáhaldsréttunum sínum og missti 65 kíló: Þetta borðar hún yfir daginn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 13:00

Felicia breytti um lífsstíl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hafði aldrei verið of þung sem barn en allt í einu þegar ég var fimmtán ára byrjaði ég að oféta og líkami minn breyttist fljótt,“ skrifar hin bandaríska Felicia Keathley í pistli á vefnum Women’s Health. Hún segir áfall í æsku hafa haft mikil áhrif á matarvenjur sínar, eitthvað sem hún áttaði sig ekki á fyrr en síðar.

„Ég skil það núna að matur var hækjan mín. Það var ráðist á mig kynferðislega þegar ég var ung og sálfræðingurinn minn hjálpaði mér loksins að tengja þetta saman. En á þessum tíma skildi ég ekki af hverju eða hvernig ég gat borðað heila pítsu í einu. Þegar ég var komin á lokaárið í miðskóla hafði ég bætt á mig 45 kílóum,“ segir Felicia.

Borðaði skyndibita næstum daglega

Felicia var þyngst tæplega 140 kíló og íhugaði að fara í hjáveituaðgerð. Hún hafði reynt ýmsar leiðir til að grennast en ekkert virkaði. Til að geta fengið að fara í hjáveituaðgerð þurfti hún að fara í megrun og sýna fram á að hún virkaði ekki fyrir sig. Því prófaði hún Weight Watchers og bjóst við að það plan myndi mistakast eins og öll hin. Það varð þó ekki raunin, sem betur fer.

„Ég léttist, mér til mikillar undrunar. Þá vissi ég að prógrammið ætti eftir að breyta lífi mínu. Áður en ég byrjaði í Weight Watchers var ég takmarkalaus þegar að kom að mat. Ég borðaði skyndibita næstum því á hverjum degi og pantaði stærsta borgarann, stærsta frönskuskammtinn og stóran gosdrykk. Ég hugsaði ekki né var sama um það sem ég var að láta ofan í mig og Weight Watchers breytti því,“ segir Felicia. Weight Watchers hvatti hana til að spá meira í þeim mat sem hún borðaði sem varð til þess að hún breytti algjörlega um lífsstíl.

Dæmigerður matseðill

Felicia stofnaði Instagram-reikning til að leyfa öðrum að fylgjast með vegferð sinni. Þá hætti hún að fá samviskubit yfir mat sem hún trúði að væri slæmur fyrir sig.

„Weight Watchers kenndi mér að það að borða eina bollaköku væri ekki það sem olli því að ég varð 140 kíló og að það að borða eina köku myndi ekki stoppa ferlið mitt. Ég get notið þess að fá mér sætindi og síðan haldið áfram,“ segir hún. Þá hefur hún lært að búa til hollari útgáfu af uppáhaldsréttunum sínum, en hér er dæmigerður matseðill hennar yfir daginn.

Morgunmatur: Tvö skot af espresso í prótein hristingi. Ávöxtur og glútenlaus, lágkolvetna kaka.

Hádegismatur: Egg og kalkúnapylsa, eða grilluð samloka með heilkornabrauði og kotasælu.

Kvöldmatur: Pítsadeig úr grískri jógúrt og hveiti með osti og marinara-sósu. Stundum fær hún sér brokkolípottrétt með blómkálshrísgrjónum.

Þakklát fyrir stuðninginn

Í kjölfar lífsstílsbreytingarinnar byrjaði Felicia að hreyfa sig. Hún skráði sig í ræktina þar sem hún gerði brennsluæfingar og lyfti. Í dag æfir hún sex daga vikunnar þar sem hún æfir á stigavélinni í tuttugu mínútur og lyfti þungum lóðum í þrjátíu mínútur. Hún segir þetta ferli vissulega hafa verið erfitt en að hún hafi fengið dyggan stuðning frá sínum nánustu.

„Ég er svo þakklát fyrir þetta ótrúlega stuðningskerfi sem ég hef haft í þessu ferli. Mér þykir mjög vænt um það. Ástvinir mínir höfðu skiljanlega áhyggjur af mér þegar ég var þyngri og það skiptir mig miklu máli að vita að ég hef gert þá stolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa