fbpx
Fimmtudagur 13.desember 2018
Matur

Birgitta Líf reynir að svindla bara um helgar: „Ég leyfi mér alveg pizzu og ís“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 17. nóvember 2018 12:00

Birgitta Líf kann vel við sig í Skuggahverfinu

Samfélagsmiðlastjarnan Birgitta Líf Björnsdóttir, dóttir eigenda World Class, þeirra Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, er fyrirmynd margra. Hún æfir sex daga vikunnar og segir í svörum við spurningum á sögu sinni á Instagram að hún borði hollan mat nánast alltaf.

„Ég fer ekki eftir ákveðnu plani en reyni að borða hollan og næringarríkan mat 90% af tímanum. Ég finn mikinn mun á orku yfir daginn og árangri/styrkleika á æfingum þegar ég borða vel og það spilar því saman hversu dugleg ég er að æfa og hversu vel ég er að borða,“ segir hún. Birgitta svindlar þó stundum í mataræðinu, sérstaklega þegar mikið stendur til.

„Ég leyfi mér alveg pizzu, ís o.s.frv ef mig langar í en reyni að halda því bara um helgar nema eitthvað sérstakt standi til.“

Heldur áfram að grípa tækifæri

Hún segir sitt markmið með líkamsrækt vera einfaldlega að huga vel að heilsunni – það sé það sem skipti máli.

„Að líða vel og hafa góða heilsu bæði andlega og líkamlega er líklega það mikilvægasta sem við höfum og getum unnið í alla ævi.“

Þegar einn fylgjandi spyr hana hvar hún sjái sig eftir fimm ár stendur ekki á svörunum hjá samfélagsmiðlastjörnunni.

„Ég er á allt öðrum stað í dag en ég hefði haldið fyrir 5 árum svo það er erfitt að sjá fyrir sér hvar maður verður eftir næstu 5 ár. Ég mun halda áfram að grípa tækifærin og trúi því að ég verði að gera hluti sem ég elska og verði hraust, heilbrigð og hamingjusöm.“

View this post on Instagram

🦎happy hiker

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on

Líður vel í Skuggahverfinu

Birgitta keypti fyrr á árinu sína fyrstu íbúð, 104 fermetra íbúð á 3. hæð í Vatnsstíg 20–22 í Skuggahverfinu. Hún segir lífið leika við sig í íbúðinni þegar hún er spurð hvernig lífið í Skuggahverfinu sé.

Sjá einnig: Birgitta Líf staðgreiddi sína fyrstu íbúð í einu dýrasta húsi landsins.

„Yyyyndislegt! Mér líður svo ótrúlega vel hérna, elska heimilið mitt og hvernig ég er búin að koma mér fyrir og allt hér í kring í hverfinu. Að vakna með sjávarútsýnið á hverjum morgni er alveg magnað og virkilega gott fyrir sálina.“

View this post on Instagram

Rooftop poolin’ 🦋

A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg kennir fólki að elda pasta: Það sem gerist næst er stórkostlegt – „Fólk hlær mikið“

Kristbjörg kennir fólki að elda pasta: Það sem gerist næst er stórkostlegt – „Fólk hlær mikið“
Matur
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að við grátum við laukskurð

Þetta er ástæðan fyrir því að við grátum við laukskurð
Lífsstíll
Fyrir 3 dögum

Viltur lax, silungur og áll

Viltur lax, silungur og áll
Matur
Fyrir 6 dögum

Molinn segir allt um manninn: Hvaða Quality Street-moli er langbestur? – Taktu þátt í könnuninni

Molinn segir allt um manninn: Hvaða Quality Street-moli er langbestur? – Taktu þátt í könnuninni