fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Þegar þið hélduð að slímæðið væri búið þá gerist þetta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 16. nóvember 2018 15:00

Skrímsli og einhyrningar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 1. desember næstkomandi lifum við í heimi þar sem hægt er að kaupa slím sem má borða. Það er matvælarisinn JELL-O sem lætur þessi ósköp á markað, en um verður að ræða bæði einhyrninga- og skrímslaslím sem er algjörlega ætt.

Einhyrningaslímið er bleikt og með jarðarberjabragði á meðan skrímslaslímið er grænt. JELL-O lofar að einstaklega einfalt verði að blanda slímið og þurfi einungis að bæta við vatni til að hefja slímgerð. Þá taka forsvarsmenn fyrirtækisins fram að slímið sé teygjanlegt sé teygt hægt úr því.

Hægt er að forpanta æta slímið á Amazon og þar er sagt að slímgerð sé góð fyrir alla fjölskylduna og bjóði uppá góðar samverustundir. Ég efast um að margir foreldrar séu sammála því, enda slímæðið búið að tröllríða landanum svo mánuðum skiptir.

Hver slímdolla er á tæpa tíu dollara, um tólf hundruð krónur, og fer eins og áður segir í sölu þann 1. desember næstkomandi. Góða skemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa