fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
Matur

Vissirðu að þetta væri stærsta veitingafyrirtæki landsins?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 08:43

Stærsti veitingastaður landsins er ekki veitingastaður IKEA eða þeir staðir sem Foodco á og rekur. Það kemur kannski einhverjum á óvart að franskur ferðarisi er sá stærsti í þessum bransa á Íslandi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki í ár. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Lagardére Travel Retail, sem rekur sex veitingastaði á Keflavíkurflugvelli, sé sá stærsti með tilliti til veltu. Árið 2017 nam veltan 3,8 milljörðum króna en veitingastaðirnir sem fyrirtækið rekur eru Kvikk Café, Loksins bar, Mathús, Nord, Pure Food Hall og Segafredo.

Hagnaður Lagardére nam tæpum 250 milljónum króna árið 2017, 80 prósentum hærri en hjá KFC sem er í öðru sæti á listanum. Þá var velta Lagardére tæplega 280 milljónum krónum hærri en hjá Foodco árið 2017, en Foodco rekur nokkra vinsæla veitingastaði hér á landi, til dæmis Roadhouse, American Style, Saffran, Aktu taktu, Eldsmiðjuna og Pítuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
Matur
Í gær

Harry Potter-kastali úr piparkökum: 27 kíló og 3 daga verk – Sjáið myndbandið

Harry Potter-kastali úr piparkökum: 27 kíló og 3 daga verk – Sjáið myndbandið
Matur
Í gær

Nýtt á matarvefnum: Ketóhornið – Uppskrift að lágkolvetna brauðbollum með hrásalati

Nýtt á matarvefnum: Ketóhornið – Uppskrift að lágkolvetna brauðbollum með hrásalati
Matur
Í gær

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum

Ellefu ára stúlka fann alsælu í hamborgaranum
Matur
Fyrir 2 dögum

Svona býrðu til flórsykur: Það er ekkert mál

Svona býrðu til flórsykur: Það er ekkert mál