fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Vilja blátt bann við skrímslasjeik: Einn hristingur getur innihaldið meira en 1000 kaloríur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 23:00

Skrímslasjeikar eru vinsælir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svokallaðir skrímslasjeikar, eða „freakshakes“, hafa notið mikilla vinsælda uppá síðkastið. Í grunninn eru skrímslasjeikar hefðbundnir mjólkurhristingar sem síðan eru skreyttir með svakalegu gúmmulaði eins og kleinuhringjum, súkkulaðistykkjum í fullri stærð, þeyttum rjóma eða kökum.

Dæmi um svaðalegan sjeik.

Nú vill hópur sem kallar sig Action on Sugar banna þessa hristinga í Bretlandi sökum þess hve mikill sykur er í þeim. Samkvæmt hópnum eru 39 teskeiðar af sykri og 1280 kaloríur í svokölluðum einhyrningasjeik frá staðnum Toby Carvery og 37 teskeiðar af sykri og rúmlega 1000 kaloríur í banana- og súkkulaðisjeiknum frá Five Guys. Í úttekt hópsins er annar sjeik frá Five Guys í þriðja sæti yfir mestu hristingsbomburnar, en það er kirsuberjahristingurinn sem inniheldur 30 teskeiðar af sykri og 975 kaloríur.

Því skal haldið til haga að 39 teskeiðar af sykri er sama magn og finnst í fjórum kókdósum og er sex sinnum meira en ráðlagður dagskammtur fyrir tíu ára gamalt barn.

Gætir þú hugsað þér einn svona?

Offita barna og rotnun tanna

Samkvæmt frétt Mirror vill Action on Sugar banna alla hristinga sem innihalda meira en þrjú hundruð kaloríur. Þá hefur stofnunin Public Health England, sem heyrir undir velferðarráðuneyti Bretlands, lagt til að öll matvinnslufyrirtæki ættu að minnka sykurmagn í vörum sínum um tuttugu prósent fyrir lok árs 2021. Graham MacGregor, prófessor í hjarta- og æðasjúkdómum og formaður Action on Sugar, segir það markmið einfaldlega ekki nóg til að sporna gegn sykurneyslu.

„Dagleg neysla þessara kaloríuríku drykkja myndi leiða til þess að börn verða of feit og tennur þeirra rotna. Það er óásættanlegt,“ segir hann.

Skrímslasjeikar innihalda mikið magn sykurs.

„Þó að mjólkurhristingar séu hluti af áætlun Public Health England sem hluti af áætlun yfirvalda í baráttunni gegn offitu barna þá er ljóst af könnun okkar að það þarf meira til en tuttugu prósenta minnkun. Það þarf að minnka þessa hristinga tafarlaust og koma þeim undir þrjú hundruð kaloríur,“ bætir hann við.

Kawther Hashem, rannsóknaraðili hjá Action on Sugar, er sammála Graham og hvetur yfirvöld til að skerast í leikinn þar sem erfitt er fyrir neytendur að vita hve margar kaloríur eru í skrímslasjeikum. Kawther krefst þess að næringar- og innihaldsupplýsingar um þessar vörur séu viðskiptavinum sýnilegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa