fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Hann pantaði froskaköku fyrir þriggja ára afmæli – Þetta er það sem hann fékk

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 14. nóvember 2018 07:40

Mason fær sér köku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litli snáðinn Mason fagnaði þriggja ára afmæli sínu fyrir stuttu. Faðir hans, Shane Hallford, vissi að syni sínum langaði í ekkert meira en froskaköku til að fullkomna afmælisdaginn. Þannig að Shane heimsótti verslunina Woolworth í Tamworth í Ástralíu og bað um stóra froskaköku.

Mason elskar froska og sá Shane fyrir sér að Woolworth gæti búið til stóra köku sem liti út eins og grænn froskur með tölustafnum 3 til að sýna árinu sem Mason var að fagna.

„Ég fór í verslunina þremur dögum fyrir afmæli sonarins til að panta kökuna,“ segir Shane í samtali við Mirror. „Ég útskýrði fyrir þeim að ég vildi köku í froskaþema þar sem sonur minn elskar froska. Þeir sögðu mér að það væri ekkert mál og að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Hann skrifaði allt sem ég sagði og sagði að kakan yrði tilbúin á sunnudagsmorgun. Ég var svo spenntur að sjá hana,“ bætir hann við.

Allt í volli og gestir væntanlegir

Shane fór í verslunina á afmælisdag Masons til að sækja kökuna. Fyrir hana borgaði hann um 4500 krónur og fór með hana heim án þess að opna kassann. Hann treysti því að Woolworth hefði staðið sig í stykkinu og búið til draumakökuna. Þegar hann kom heim kom annað í ljós. Þegar eiginkona hans Amy opnaði kassann blasti við frekar óspennandi græn kaka með tölustafnum 3 og broskalli.

Kakan var frekar óspennandi.

„Þetta hefur tekið fimm sekúndur að útbúa,“ segir Shane í samtali við Mirror. „Amy var í miklu uppnámi þar sem gestir okkar væru væntanlegir innan nokkurra klukkustunda.“

Eftir miklar bollaleggingar og símtöl náðu hjónin að hafa uppá kökuskreyti sem náði að laga grænu kökuna og breyta henni í eitthvað boðlegt.

Þetta reddaðist allt saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa